24.1.2012 | 15:48
Allt sem við ekki þurfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2011 | 17:18
Getum eða viljum ekki
Ég var búin að lofa að hugleiða hvort við gætum gert eitthvað til bjargar þeim fátæku. Auðvitað þarf fyrst og fremst að bjarga þeim riku. En það verður erfiðara.En við getum ekkert eiit og eitt. En ef við tækjum á öll í einu og gerðum heyrinkunnugt. En hvað.
Við gætum sleppt jólahlaðborði eða borðum. Við höfum ekki þörf fyrir meiri átveislur. Sendum verðmæti allra þeirra jólahlaðborða sem við ætlum að sækja til þeirra sem eiga lítið. Ég er ekki að biðla til þeirra fátæku. Ekki heldu til þeirra ríku. Þeim verður ekki bjargað. Þeir eru siðblindir aumingjar. Svo þarf að koma þessu á framfæri. Ein ferð hvort em hún er löng eða stutt byrjar á einu skrefi. Við getum tekið það skref. Ertu með?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2011 | 16:38
Hvað gerum við
Mesti launamunurinn
Hæsta hlutfall fátækra
Mesta losun koltvísýrings
Mesta vatnsnotkun
Alvarlegustu offituvandanálin.
Þetta er ekki úr skýrslu um Afríkulönd eða fátækustu lönd önnur .
Hér er átt við BANDARÍKIN hin einu og sönnu. Og það er meira athugsvert Eitt prósent landsmanna er með 25% þjóðartekna og berst með kjafti og klóm við að halda þeirri stöðu. Einn, AÐEINS EINN AUÐJÖFURINN sá þriðji ríkasti í heimi hefur þrábeðið að fá að borga hærri skatt Sá heitir WARREN BUFFET. Þessar upplýsingar eru Teknar úr Bændablaðinu frá 10.nóv sl.
Er eitthvert vit í þessu. Getum við eitthvað gert. Eða finnst ykkur að ekkert þurfi að gera.
Skrifa um það á morgun.
Sigrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2011 | 17:02
Sýnum virðingu.
Rjúpnaveiðin er hafin. Nú fara hetjurnar af stað. Leggja út í hvaða ófæru sem er. Hríðarbyl, hálku, slagviðri og bara hvað sem er. við sem heima sitjum í hlýjunni, hugsum fallega til þeirra og vonum að þeir skili sér heilir á hufi. Þeir hafa set sér eitt göfugt markmið. AÐ SÝNA BRÁÐINNNI VIRÐINGU. Gleymið því nú ekki víkingar. Sýnir bráðinni virðingu. Hvernig er það hægt. Jú til dæmis og umfram allt með því að nýta aflannn vel. Láta ekkert fara ril ónýtis. ekki henda neinu í ruslatunnuna. Hugsið ykkur þá líðan hjá bráðinni ef hún verður vitni að því að innyflin, beinin eða fiðrið fari beint í ruslið. Munið, allt á að nýta. Fiðrið í kodda, innyfli í súpu. Af beinum má líka sjóða súpu. Og þá verður hin göfuga hvíta rjúpa sæl og glöð.
Nú verð ég að játa að í þetta sinn verð ég að afþakka þessa dýrðlegu steik eða súpu. Það fóru nefnilega einhverjir sem kalla sig árans fræðinga að skoða þetta dýrindi, rjúpuna. Beindu að henni smásjá og rafeinasmásjá og þóttust finna í í hennni dauðri alls kyns kikvendi, og allskonar óföguð.Ég verð því að láta mér nægja ilminn af réttunum og upphafinn svipinn á þeim sem lögðu líf sitt í hættu við að afla þessa matar handa hungruðum börnum og öðru heimilsisfóli. sigrún
Bloggar | Breytt 9.11.2011 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2011 | 22:04
nokkur atriði
Í fyrsta lagi. Mé er illa við myrkrið. Þess vegna ætla ég að kveika öll þau ljós sem ég hef yfir að ráða á meðan aðrir Austfirðingar híma í myrkrinu á svo kölluðum dögum myrkurs.
Aldrei skal ég samþykkja inngöngu í EFTA. Við björgum okkur best ein og sjálf.
Ég hef miklar áhyggjur af öllum þeim ofbeldismyndum sem ausið er yfir okkur í sjónvarpi. Sömuleiðis glæpasögunum sem avo margir ritthöfundar eru að dunda sér við að setja saman.Ég hef þá bjargföstu trú að hvorutvegga geri fólk að verri manneskjum. Eða hvers vegna er verið að banna þessar myndir börnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2011 | 17:49
Reikningar frá hinu opinbera.
Ég heyrði nýlega í vinkonu minni sem komin er á níræðisaldur. Hún var að vandræðast með ýmsa reikninga frá opinberum aðilum. Hún hefur verið sjúk síðastliðið ár og er ekki í neinu standi til að annast fjármál sín ein. Dóttir hennar síðan fór með henni á þessa innheimtu skrifstofu til að komast til botns í hennar málum. Þær fengu ágæta afgreiðslu, en afgreiðslugólkið sagði að það væri ekki von að þetta skildist. Þau skildu þetta ekki sjálf. Eitt af þessu var stór skuld vegna ógreidds virðisaukaskatts. Hún hafð sem sagt ekki skilað eyðublaði þar sem hún hafði ekki verið með starfsem á sl. tveim árum.
Mér verður nú á að spyrja. Af hverju geta ekki þessir aðilar sent fyrirspurn um starfssmi á sl. ári . Þeir geta jú séð hve gamall viðkomandi er. Er það bara allt í lagi að senda rukkun upp á tugi þúsunda maneskju sem líklegt er að getur ekki verð með starfsem vegna aldurs. Er engin mannleg hugsun í þessu fólki. Það er eins og hér séu bara vélar að verki.
s
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2011 | 17:24
Hvað er á seyði í kirkjunni.
Já hvað er að gerast í Þjóðkirkju Íslands. Upp komu fyrir nokkrum árum ásaknanir á einn presta hennar. Þolendur voru algerlega hundsaðir. Ekki bara það. Viðkomandi prestur var kjörinn biskup. Síðar var þeesi biskup ásakaður um sama verknað. Kynferðislegt áreiti. En starfsmenn kirkjunnar þögguðu málið niður. Enn kemur ásökun um samskonar verknað eftir að biskup er látinn. Kirkjan bregst við með stofnun rannsóknarefndar þar sem núverandi biskup á sæti. Ég er viss um að margir önduðu nú léttar. Það gat ekki verið að Kirkjan væri svo heillum horfin að maður eftir mann í þessu æðsta embætti hennar vildi ekki, gæti ekki , þyrði ekki að gangast við illverkunum. En jú. Hann ætlar að sitja áfram. Hann ætlar ekkert að gera. Nema biðjat afsökunar. Hann ætlar að halda ádran að horfa framan í þjóðina, horfa framan í söfnuð sinn í stólnum, og láta eins og ekkert sé. Þessi maður á ekki að sitja í æðsta embætti kirkjunnar. Hann á að skammast sín. Ég skora á fólk að segja sig úr þessari stofnun, þar til biskup stendur einn eftir eins og steinrunnið tröll. Hann era ðeins fyrirlitlegur, valdagráðugur, tillitslaus og skilningslaus á þjáingar meðbræðra sinna. Hann er gufa
Sigrún Björfvins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 16:17
Er ekki kominn tími til að brosa
Já, er ekki kominn tími timi til að brosa. Og hvers vegna þá. Jú. Það er farið að birta svo milið. Ég er búin að sá fyrstu sumarblómunum. Ég er reyndar nær óvinnufær vegna bakverkjar en ekki batnar hann þó ég barmi mér. Líklega versnar hann bara. En hér skrifa ég bara nokkrar skrítur.
1.Tveir lögreglumenn fundu þrjár handsprengjur og ákváðu að fara með þær á stöðina. "En ef einhver þeirra springur nú á leiðinni" spurði yngri lögreglumaðurinn. "Allt í lagi", sagði hinn."við segjumst þá þá bara hafa fundið tvær".
2.Það er furðulegt að í okkar samfélagi eyðir fjöldi fólks peningum sem það hefur ekki aflað, til að kaupa hluti sem það þarfnast ekki, til að ganga í augun á fólki, sem það þolir ekki.
3.Hversvegna hefur þú áhyggjur af því eldast. Þegar þú hættir því ertu dauður .
4. (Lélegur fararstjóri) Fararstj. "Nú förum við framhjá stærsta brugghúsi landsins"..- Ferðamaður. "Hvers vegna"
Hér kemur líka speki. 1. Lífið væri gott ef fólk, sem á peninga notaði þá eins og fólk sem ekki á peninga myndi nota peninga ef það ætti peninga.
2.Því eldri sem þú verður, því betri varstu
3.Sérfræðingur dagsins í dag er sá sem fræðir okkur um það hvað sérfræðingarnir gerðu rangt í gær.
4Við tölum um að drepa tímann. Það er tíminn sem drepur okkur.
Ha ha ha.
BROSIÐ
Bloggar | Breytt 25.2.2010 kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 11:11
Erfitt íf
Ég fór að blaða í bók í gær niðri í búð.. Mér skildist að þar væri sagt frá námskeiði sem einhver er að halda fyrir fólk sem á erfitt með að höndla líf sitt. Finnst það allt vera öðruvísi en það hefði viljað. Ég þarf að ná í þessa bók og kynna mér betur efni hennar. En það litla sem ég las sagði frá fullorðnu fólki sem alla sína ævi var þjakað af erfiðum minningum. Fullorðið fólk sagði grátandi og ásakaði aðrar manneskjur um að að hafa svipt sig gleðinni í lífinu. Fullorðinn maður sagði með tárin í augunum að faðir hans hefði aldrei sagt að honum þætti vænt um hann eða nokkurn tima hrósað honum. Þetta er sjálfsagt erfitt að bera og með þessa byrði hafði maðurinn lifað alla sína ævi. En svo datt mér í hug. Eigum við þá kröfu á annað fólk að það sé eins og við viljum hafa það. Getum við gert það jafnvel þó um ættingja sé að ræða. Verður ekki hver og einn að vera eins og hann er gerður. Getum við nokkru breitt þar um. Nei ég held ekki. Það eina sem við getum breitt erum við sjálf. Eg við erum svo óheppin að hafa orðið fyrir skilningsleysi, afskiptaleysi, jafnvel andúð eða illgirni, verðum við á ekki bara að taka því. Sá sem slíkt sýnir er bara ekki meiri maður en þetta. Og við getur ekkert gert í málinu nema láta hart mæta hörðu eða koma okkur í burtu ef það er hægt. Ég ætla að skrifa um þetta aftur þegar ég hef kynnt mér bókin. Sigrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 21:17
Að nudda salti í sárin
Fyrir nokkrum dögum var fyrsta kynning á lögum þar sem átti að velja okkar framlag til Evrovison. Þá tókst svo illa til að einn flytjandinn lenti all illilega út af laginu. svo það var í einu orði sagt ómögulegur flutningur. Flytjandi var ung stúlka. Nú hljjóta allir að geta sagt sér að það er nógu erfitt að koma fram fyrir alþjóð í svo mikilvægri keppni þó ekki bættist ofan á að klúðra öllu saman. Því skyldi maður ætla að margir hefðu orðið til að hugga söngkonuna ungu og styðja. En sú varð ekki raunin. Hér lögðu margir saman og réðust á þá sem gerði þessa skyssu. Mér er sagt að ekki hefði skort fyrirlitningu og óþverraorðbragð.Ég vil segja við allt þetta fólk. Skammist ykkar. Skammist ykkar margfaldlega fyrir svo andstyggilega framkomu gagnvart unglingi. Þið eigið ekki skilið að hafa þá möguleika að fylgjast með þessari skemmtilegu keppni. Þið eigið ekki einu sinni skilið að eiga börn. Þið eigið ekki skilið að vera talin með manneskjum, því þessi framkoma er ekki manneskjuleg.Og til að bæta gráu ofan á svart þurftu einhverjir að úthúða ungu stúlkunni fyrir ljótan og alls ósæmilegan klæðnað. Eruð þið brjáluð, eða algerlega skilningslaus. Má ég spyrja. Hvað kom það ykkur við hvernig skúlkan var klædd. Hún var yndisleg í bláum stuttum kjól. Og það kom engum við nema henni sjálfri og aðstandendum keppnninar hverju hún klæddist.. En hér hafið þið sýnt ykkar rétt eðli. Megi það verða ykkur til ævilangrar skammar, skíthælar og skepnur. Það er reyndar alltof gott fyrir ykkur að vera kölluð skepnur, sbr, að engin skepna er fullkomin nema maðurinn. Hann einn er fullkomin skepna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar