Við viljum ljós

Jæja.mikið var gaman að fá svona viðbrögð við blogginu gegn myrkrinu. Sérstaklega þótti mér yndislegt að fá svar frá Litlu. Ég þekki ekki hin en þakka semt og ekki síður.

Ég sendi þennan síðasta pistil í Austurgluggann en hann kom ekki í síðasta blaði. Kanski kemur hann í næsta blaði eða þeim hefur fundist þetta svo vitlaust. Þð vitið að ef einhver hefur aðra skoðun en fjöldinn þá er hann frekar litinn hornauga. Ég trúi því semt ekki á ritstjóra Austurgluggans. Hann er nefnilega einn af þessum sem þorir að ýta við  meðalmennskunni.

Dagar myrkurs byrja 5. nóv. Þá ætla ég að kveikja öll  ljós hjá mér  úti og inni. Ef ég ætti ljós með rafhöðu myndi ég draga það upp Í topp á. fánastönginni minni. Hugsið ykkur skært ljós ó toppnum á öllum fánsstöngum. og síðan myndi ég skrifa á borða og hengja upp með ljósinu og þann borða væri skrifað.  BURT MEÐ MYRKRIÐ.

 Litla mín. Við hér fyrir austan bíðum enn eftir stóru fréttinni.

 Blessi ykkur allar ljósvættir.

Sigrún

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Er ekki í lagi með þetta fólk.

Nú get ég ekki orða bundist, jafnvel þó ég viti að enginn les þetta, sem er náttúrlega skandall. En það eru margir skandalarnir. Eitt það slysalegasta sem fólki hefur dottið í hug er þetta fyrirbæri sem kallast  DAGAR MYRKURS. Bíðum nú aðeins við. Það er að hellast yfir okkur þetta kolsvarta myrkur. Við vöknum í myrkri. Börnin paufast í skólann í myrkri. Áður en við vitum af getum við ekki verið viss um að við fáum bjart um hádegið. Ef dimmt er í lofti, ef það er snjókoma, þá læðumst við í slökkvarann til að lyfta aðeins drunganum um tólfleytið. Og áður en við vitum af er myrkrið búið að hertaka og eyðileggja þessa ljúfu stund þegar við sitjumst niður að súpa úr bolla í kaffipásunni. Síðan er svartamyrkur og ekkert nema myrkur svo dagur og kvöld og nótt renna sanan í eitt kolsvart ginnungagap. Og til hvaða ráða er þá gripið til að létta okkur lund. Jú, þá skal slökkva þessi fáu ljós sem gera okkur þó kleyft að komast götu okkar. Þá eigum við að klöngrast úti sem inni við kertaljós og týrur frá löngu liðnu öldum eða í svarta kola myrkri. Ekki fara að tala um að verra hafi það fyrir 100 árum. Þá hafi ekki einu sinni verið til rafmagnsljós. En ég segi. Mér líður ekki hótinu betur þá allir landsmenn hafi liðið fyrir ljósleysi fyrir 100 árum.

Ég segi: Reynið nú að sýna smá skynsemi. Í staðinn  fyrir daga myrkurs þá endilega efnið til daga ljóss. Segið myrkrinu stríð á hendur. Kveikið ljós alls staðar sem því verður við komið, úti sem inni. Rekið myrkrið í burt þó ekki væri nema tvo daga. Sleppið ljósabelgjum upp í háloftin.  Setjið ljósker í trén.  Kveikið ljós. Takið nú forystuna í þessari myrkravitleysu og verið viss. Allir verða glaðir nema þeir sem nota myrkrð til illra verka. Leyfið okkur að ganga glöð í ljósi og birtu mitt þessari myrku tíð.  Takið forystuna. Önnur sveitarfélög hljóta að koma á eftir. Sjáumst í ljósinu.

Sigrún.


Haust á leiðinni

Jæja mín elskanlegu.

Er ég ekki einu sinni enn farin að blogga. Eitt hefur breyst til batnaðar síðan síðast. Ég er búin að fá mér LSD, nei afsakið ADSL. svo nú gengur þetta allt í fljúgandi fartinni. Og það eru nógar fréttir. Ég er að bíða eftir Önu og Lillu. Þær ætluðu að heiðra okkur með sinni hingaðkomu í byrjun sept, en svo þurfti litli kúturinn hann Þór að fara í aðgerð með hálskirtlana held ég og þá ætlaði Anna að vera með hann heima þar til hann gæti farið aftur á leikskólann. Víðir er búinn að fara í kviðslitsaðgerðina en má ekki vinna í fjórar vikur. Svo þurfa þau aftur á Akureyri eftir tvo daga með Vigni. Hann þarf að fá ný rör í eyrun og losna við hálskirtla. Það hefur veiðst vel í vatninu síðustu daga, en ég tek það upp á morgun. maður bara nennir ekki að keyra þetta á hverjum degi til að draga. Ég hef því miður lítið komist í ber. Mig vantar alltaf einhvern til að koma með mér. Björk kom þó með mér í gær upp fyrir á oð horfa eftir aðalbláberjum, en mig er bíð að dreyma um það í marga daga. Það var reyndar ekki mikið að hafa, en ég róaðist heilmmikið og nú verður ekki tínt meira í sumar held ég. Það er líka eftir að taka upp kartöflurnar.

 Skrifa aftur fljótlega.

Njótið daganna áður en veturinn sest að.

Sigrún 


Nú er ég svo aldeilis gáttuð

Ég á ekki orð. Mér varð á að kíkja í bloggið mitt og ég hef ekki skrifað síðan 19 mmmmmmmmmmmmmars. Þá var hér grenjandiöskuþreifandi bandvitlaushörkubylur. En nnnnnnnúna er sumarið komið. allt orðið grænt, sumablómin kkomiN niður í mold og allt svo yndislegt. Nema hvað ég er aumingi og get ekki dundað nema einn tíma eða svo í gerðinum. Þetta hlýtur að vera alveg að verða búið.

Ég nenni ekki að skrifa neinar skrítlur eða nokkuð annað. það skrifar enginn í bloggið mitt og hvers vegna ætti ég þá að vera að skrifa sjálfri mér. Þá get ég bara alveg eins hugsað.

En geymi ykkur allir ljóssins englar.

GAMLA.


Ekkert lát á vetrinum

Heil og sæl.

Í síðasta þætti kom dálítið skondin villa. Eg skrifaði bana í staðinn fyrir batna. Þessi fljótfærni mín verður mér líklega að bana áður en yfir lýkur. Það hefur eitt og annað borið við síðan ég skrifaði síðast. Það kom viku hlýindakafli og ég var svo vonglöð um að nú yrðu ekki fleiri óveðursdagar. Ekki gekk það eftir. Nú er búið að vera bandsjóðandiblindöskugrenjandibylur í sólarhring. Hvað meina máttarvöldin eiginlega. Og hvað getum við. Tekið þegjandi við öllu saman. Ekki lagast neitt við að kveina og kvarta en mikið er þetta svekkjandi. Ég er enn ekki orðin góð eftir augnaðgerðina. Mig langar oft mest til að liggja og sofa vegna þreytu í augunum. Og ég þoli enga birtu. Þetta er mér þeim mun erfiðara að þola af því ég elska ekkert meira en sólarbirtuna. Og ég var byrjuð að þæfa en hef svo ekki treyst mér í það í hálfan mánuð eða svo.

Ég er búin að skreppa í bæinn og vera í fermingarveislu hjá Brynjari og Margréti. Það var mikið skemmtilegt.  Veislan var heima en það er oftast skemtilegra finnst mér. Við Bragi fórum suður um hádegi á föstudag og aftur heim um hádegi á sunnudag. Sluppum rétt fyrir bylinn.

Nú er komið að spekinni: Bækur eru lykillinn að veröldinni svo þið skuluð lesa eins og þið lifandi getið þó þið hafið engan tíma til þess. - Karlar sem meðhöndla konur eins og falleg hjálparvana leikföng eiga skilið konur sem meðhöndla karla eins og ánægjulega og örláta bankareikninga.  -  Maðurinn er eina skepnan á jarðfíki sem fer að sofa þegar hann er ekki syfjaður og rífur sig á lappir aftur meðan hann er dauðsyfjaður.   -  Heppnin er ekki fólgin í því að fá það sem maður heldur að mann vanti, heldur í því að hafa fengið það sem maður fékk og vera nógu snjall til að sjá að það var einmitt þetta sem maður hefði óskað sér ef maður hefði haft vit á því.

Og brosa svo.  Ég gat ekki annað en brosað þegar ég hlustaði á símsvarann hjá syni mínum, sem er háskólanemi.  "Halló þetta er Rikki. Ef þú ert frá símanum er ég nýbúinn að senda peninga. Ef þett eru pabbi eða mamma vantar mig peninga.Ef þetta er einhver frá lánassjóðnum lét sjóðurinn mig ekki fá nóga peninga. Ef þetta einhver vina minna skuldarðu mér peninga. Ef þetta er einhver skólasystra minn á ég nóga peninga."  -  Afi varst þú í örkinni hans Nóa.?  Auðvitað ekki drengur minn. Hvernig dettur þér það í hug.? Hvernig fórstu þá að því ap drukkna ekki?  -  Hvað á að kalla fótalausan hund.? Skiptir ekki máli. hann kemur hvort sem er ekki þá kallað sé á hann.

 

Megi allir góðir englar gæta ykkar í lengd og bráð

Sjónlausi vesalingurinn.

 


Öll él birtit upp upp síðir

Hæ allir mínir elskanlegu vinir.

Tölvan er loksins komin í lag eftir þriggja vikna bilun. Hún er sko ekkert betri en eigandinn. Það er svolítið að rofa til í mínum haus eftir vetrarmyrkrið. Meira að segja farin að þæfa. En þið verið að fyrirgefa þó ég skrifi lítið sem ekkert núna. Mér er líka að bana í bakinu, en orkan er engin. Get varla lyft 10 kílóa poka.

Bara ein vísnagáta til að efla heilastarfsemina.

Í myrkrakompum oft ég er

ekki þrifaleitur.

Aðeins gagnast öðrum hér

ef að ég er heitur.

Þessi er ekki eftir mig

Ásterkvaðja

Sigrún B


Búin að fá sjónina

Halló elskurnar mínar allar. Takk. takk Anna og Heiða og öll hin sem eflaust hafa hugsað til mín. Það er alveg frábært að vera stórasystirömmusystur Heiðu. Ég kom heim á föstudag eftir góða ferð og vel heppnaða aðgerð í Reykjavík. Nú sé ég næstum gegn um holt og hæðir. en hind vegar hef ég verið mjög slæm í bakinu eftir fallið á Víðilæk þann 13. febr. (Hlýtur að hafa verið dettifall). Ég er reyndar betri í dag. Björk segir mér að ef maður brákar rif þá líði manni illa fyrst á eftir, síðan lagast ástandið og þar næst líði manni bölvanæega. Ég er núna á bölvunarstiginu.  Ætlið þið að fyrirgefa þó ég skrifi lítið núna. Bara einhverja spekivitleysu.

Þegar annar maður stelur frá manni makanum er maklegasta refsingin á viðkomandi að leyfa honum að eiga gerpið.

Ein sinni ákváðum við Gunna að gifta okkur en svo varð bíllinn bensínlaus.  Ég á hringana ennþá.

Lífslíkur myndu aukast um allan helming ef kálið ilmaði eins vel og ofnsteik.

Ég lofa að skrifa fljótlega.

Allir englar himins og jarðar gæti ykkar.

Sigrún sjáandi.


Jæja þá

Nú þarf ég ekki að ávarpa neinn. Það hefur enginn látið svo lítið að senda mér svo mikið sem eitt orð. Jæja þá,  ég er þá ein í heiminum eins og oft áður. Í dag ætla ég að skrifa um trúmál. eða svoleiðis. Ég er að hugsa um að ganga í Baháí trúflokkinn. Auðvitað skiptir svo sem engu máli  hvaða trúarbrögð maður aðhyllist. Trúa ekki allir á einhvern guð. Það er það eina sem máli skiptir. Þetta er nefnilega einn og sami guðinn. En ég er orðin þreytt  á þessari eldgömlu bókstafsrullu, sem kirkjan eys yfir okkur. Þetta með að skíra ómálga börn og múlbinda þau fyrir lífstíð. Þetta að við giftinguna sverji hjónin frammi fyrir guði að þau muni  alltaf sýna hvort öðru ævilangan trúnð og elsku , svo hjálpi mér guð. Það geta þau alveg eins gert hvar sem er of án þeaa að blanda guði í það. Ég er þó einkum og sér í lagi búin að fá nóg af kenningum kirkjunnar um upprisu úr gröfinni. Ég veit að lífið bíður mín eftir þetta líf og það miklu betra og innihaldsríkara líf en það sem ég hef balsast í gegnum hér. Og það hefur ekkert með þennan skrokk minn að gera.. Ég kveð hann bara fegin og með þakklæti. Hann hvefur nú dugað mér í 77 ár, bráðum 78.   Fyrir mér er þetta svo augljóst  og yndislegt.

Mér til gleði set ég hér nokkra brandara og spekiorð. -Það er ekki efitt að verða eldri. Það sem er erfitt er þegar farið er að umgangast mann sem gamalmenni.- Það er kaldhæðnislegt hvernig málin snúast í höndum okkar. Þegar við fórum  fyrst að vinna fyrir launum dreymdi okkur um að þau laun sem við höfum nú - og lifum af við sult og seyru.--Hinn vestræni heimur ver milljónum króna á ári til þess fá sér andlitslyftingu þegar fleiri og tíðari bros gegnum tíðina hefðu gert sama gagn.

Guð geymi alla mína vini hvort

 sem þeir muna eftir mér eða ekki

.

Sigrún einstæðingur

 

 


Hvar eruð þið öll

Sæl verið þið.

Eruð alveg búin að yfirgefa mig Haldið þið virkilega að það sé gaman að skrifa svona út í loftið og enginn lætur svo lítið að gera vart við sig. Jæja, ég veit svo sem að ég er ekki í sérlega miklu áliti. En nú er ég reið. Ég þurfti að hringja á póstgúsið og spyrja um pakka. Hvað haldið þið. Það var svarað í Reykjavík -en því miður voru allar línur uppteknar svo vinsamlega bíðið. þetta var þrítekið. Svo kom sambandið  rödd í símann. styddu á einn ef vilt tala við...Styddu á tvo er... og áfram. Ég studdi á einn. Þá kom -Því miður eru allar línur uppteknar, vinsamlega bíðið. Það voru liðnar tíu mínútur og þá fékk ég samband við manneskju, sem spurði kurteislega. Hvað get ég gert fyrir þig. Ég var orðin svolitið fúl svo ég hreytti út úr mér. -Mig vantar pósthúsið á Egilsstöðum. Get ég ekki afgreitt þetta. Og ég öskraði. NEI, ég vil fá póstinn á Egilsstöðum.  Ég er enn þá reið.

Nú eru bara tvær skrítlur. "Hver gaf þér þetta glóðarauga"  "Aðalheiður".  "Aðalheiður, konan þín?. Ég hélt að hún væri farin í ferðalag"   "Já, það hélt ég nú líka". .........Það endar með því að maður fer að trúa á umskiptinga. Sami maður og áður sendi mér rósir og orti mér ljóð situr nú í besta stólnum mínum. Hann er á sokkaleistunum, í krumpuðum buxum og aðeins í nærbolnum að ofan og kallar á mig til að rétta sér bjórdollu úr ísskápnum.  haaa ha ha ha haaaa

Og nú kemur spekin. Einn af kostunum við að vera ungur er að maður lætur ekki heilbrigða skynsemi koma í veg fyrir að gera það sem allir vita að ekki er hægt að gera......Sumt fólk er eins og svissneskur ostur.  Það vantar bara ostinn.

Megi góðir andar vaka yfir ykkur öllum.

Sigrún


Velkomið nýja ár

Sæl öll.  Mér þykir vissara að bjóða nýja árið velkomið og búast við því besta. Það er svo gott fyrir sálina að gera ekki ráð fyrir að allt gangi á afturfótunum. Og ég hef fengið tvö bréf. Ég ætla ekki að kalla það athugasemdir.  Takk fyrir Heiða og þú líka átvagl eða hvað þú nú kallar þig. Ég ætla að bæta við öðru áramótaheiti. Að skrifa nú reglulega í bloggið, segjum einu sinni í viku. Eiginlega gerði ég tvö heit. Annað var að  halda áfram að skrifa söguna sem ég byrjaði á fyrir þremur árum. Hún er um Jónatan og fjölskyldu hans. Þau eru huldufólk og sagan gerist í þeirra heimi. Þá eru engin takmörk fyrir hvað hægt er láta gerast í sögunni. Sumum huldumönnum er meinilla við menn og það kemur í ljós að það sér ekki allt huldufólk mennina. Ég hef aðeins sest niður til að halda áfram en lítið hefur bæst við ennþá. Þó er Jónatan búinn að kynnast huldustrák sem honum finnst undarlegur enda kemur á daginn að hann er af öðrum kynþætti huldufólks sem kallast Brekar. Ég held að sagan komi til mín ef ég sest við tölvuna á hverjum degi. Vinnuheitið á sögunni er "Oj, bara, menn". Hitt áramótaheitið er að fara oftar út að ganga. Það er þó ekki álitlegt núna því götur og gangstéttir eru undir gljá. En koma tímar.

Nú kemur hér speki: 1.  Gallinn við að læra af reynslunni er að maður fær aldrei fullnaðarpróf. 2.  Í hjónabandi er ekki um að ræða að fara sína leiðina hvort. Þar er ekki nema ein leið - grýtt, rykug, forug, slétt, greið - en alltaf sameiginleg.. Það er undir okkur tveim komið hvernig ferðin gengur.  3.  Framfarir í læknisfræði hafa það í för með sér að fólk lifir lengur. Þetta skiptir miklu máli því nú til dags þarf fólk meiri og meiri tíma til að bíða eftir viðtali við lækninn.

Og brosa svo: 1. Þeir sem eru fátækir halda að öll þeirra vandræði myndu leysast af sjálfu sér ef þeir bara hefðu meira af peningum milli handanna. Þeir ríku halda þetta líka." 2.  "Vissirðu að langa-langafi hans Tomma var negri".  "Nei, það vissi ég ekki. Ætli það sé þessvegna sem hann er alltaf svona svartur undir nöglunum".  3-  "Hves vegna varð konan þarna svo reið við þig?  "Hún skoraði á mig að giska á hve gömul hún væri". "Og?"  "Ég átti kollgátuna."             4.  "Þjónn, mér þætti gaman að vita hvað er í þessum pylsum".  "Nei, góði maður,  það er ég viss um þér þætti ekki".

Jæja þetta er nóg núna. Megi nýja árið færa ykkur gleði.

Sigrún

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband