Að nudda salti í sárin

Fyrir nokkrum dögum var fyrsta kynning á lögum þar sem átti að velja okkar framlag til Evrovison. Þá tókst svo illa til að einn flytjandinn lenti all illilega út af laginu. svo það var í einu orði sagt ómögulegur flutningur. Flytjandi var ung stúlka. Nú hljjóta allir að geta sagt sér að það er nógu erfitt að koma fram fyrir alþjóð í svo mikilvægri keppni þó ekki bættist ofan á að klúðra öllu saman. Því skyldi maður ætla að margir hefðu orðið til að hugga söngkonuna ungu og styðja. En sú varð ekki raunin. Hér lögðu margir saman og réðust á þá sem gerði þessa skyssu. Mér er sagt að ekki hefði skort fyrirlitningu og óþverraorðbragð.Ég vil segja við allt þetta fólk. Skammist ykkar. Skammist ykkar margfaldlega fyrir svo andstyggilega framkomu gagnvart unglingi.  Þið eigið ekki skilið að hafa þá möguleika að fylgjast með þessari skemmtilegu keppni. Þið eigið ekki einu sinni skilið að eiga börn. Þið eigið ekki skilið að vera talin með manneskjum, því þessi framkoma er ekki manneskjuleg.Og til að bæta gráu ofan á svart þurftu einhverjir að úthúða ungu stúlkunni fyrir ljótan og alls ósæmilegan klæðnað. Eruð þið brjáluð, eða algerlega skilningslaus. Má ég spyrja. Hvað kom það ykkur við hvernig skúlkan var klædd. Hún var yndisleg í bláum stuttum kjól. Og það kom engum við nema henni sjálfri og aðstandendum keppnninar hverju hún klæddist.. En hér hafið þið sýnt ykkar rétt eðli. Megi það verða ykkur til ævilangrar skammar, skíthælar og skepnur. Það er reyndar alltof gott fyrir ykkur að vera kölluð skepnur, sbr, að engin skepna er fullkomin nema maðurinn. Hann einn er fullkomin skepna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í stuttu máli sammála  "síðasta ræðumanni". Finnst engu að síður ástæða til að benda á kjánalæti og kjólasýningar þulanna, sem ég heyri allt í kringum mig að fólk er orðið yfir sig þreytt á. Finnst nær að fólk snúi sér að því að gagnrýna þær stöllur en láti óharðnaða og saklausa stúlku í friði!

Högni V.G. (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek undir,þessi framkoma er ógeðfelld og til skammar. Mistök hennar komu niður á henni sjálfri og gerðu þeim ekki neitt.  Þessa yndislegu stúlku vildi ég hvetja áfram í söngnámi,enda mjög efnileg. Hún á eftir að spjara sig.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband