Færsluflokkur: Bloggar
29.1.2008 | 11:03
Ljótt er að heyra
Ömurlegt. Ég ætla ekki út þessa daga. Ég ætla að setja rafmagnsofninn í samband og hafa kveikt á einni plötu á eldavélinni. Ég hef komið út í -29 gráður í Brandon í Kanada og langar ekki í meira af svo góðu. Við viljum þíðu. Burt með snjóinn, frostið og dvellin.
Hamros
Kuldatíð framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 14:19
Nýtt undralyf
Ég sá í gær á Vísi .is að fundist hefur nýtt undralyf úr hvönn. Nánar tiltekið úr hratinu úr fræjunum. Nú er ég með þeim ósköpum fædd að verða alveg viðþolslaus ef ég frétti um nýtt lyf eða það sem menn halda að sé lyf að prófa þetta á sjálfri mér. Svo ég leitaði að Saga Medica á Akranesi þar sem lyfið ku hafa uppgötvast en fann ekki fyrirtækið í skránni. Þá var að leita í höfuðborg allra landsmanna, en ekki gat ég komið auga á það þar. Það sem mér þótti merkilegast var sú fullyrðing þeirra sem prófað hafa þetta nýja lyf er að þeir þykjast hafa orðið varir við mikla verkan þess á þunglyndi og aðra geðkvilla. Ekki svo að skilja að ég sé geðsjúklingur svo ég viti en ég þekki marga sem hefðu gott af að létta lundina svolítið. Svo nú spyr ég ykkur þarna úti. Hvar get ég komist í samband við Saga Medica????'
Sigrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 21:11
Ég er hrædd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 15:27
þakka
Jólin eru horfin út í hafsauga og nýtt ár risið á himni sögunnar. Eigum við ekki að vona að það verði gott ár eins og nýliðið ár. Að hörmungar, fellibyljir, þurrkar og flóð, styrjaldir og hryðjuverk verði bara í öðrum heimshlutum. Við gætum auðvitað fengið eldgos en þau eru oftast í óbyggðum. Er þá Ísland besta land í heimi þegar allt kemur til alls. Getum við þá ekki í rólegheitum haldið áfram að menga, að kaupa dýrustu bílana, að ferðast til fjarlægra landa, að skrifa og lesa glæpasögur og horfa á sáladrepandi kvikmyndir um allt það sem auvirðilegast og ljótast finnst á þessari jörð. En ef eitthvað ægilegt hitti okkur nú eins og aðrar "siðmenntaðar" þjóðir hvernig ætli við brygðumst við. Myndum við lyppast niður og emja. Myndum við flýja land ef það væri þá hægt. Myndum við bara drepast úr hræðslu. Vitið þið hvað. Ég held að við myndum taka höndum saman. Gleyma öllum lystisemdum og hjálpast að við að ráða fram úr hverjum þeim hörmungum sem að höndum bæri. Eg þori varla að skrifa það en sú hugsun læðist að mér að það væri einmitt þetta sem við þurfum til að verða aftur mennn með ábyrgð á okkur sjálfum, meðbræðrum okkar og þeirri jörð sem okkur var úthlutað í öndverðu. Hvað heldur þú.
Sigrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 21:05
Um jólasveina. leiðrétting
Afsakið mínir elskanlegu. Þetta kom allt á afturfótunum. Það sem ég var að segja er að ég hef aldrei þolað þessa jólasveina, ég meina þessi forljótu skrímsli sem koma af fjöllum í bókstaflegri merkingu. Mér hefur alltaf þótt ljótt að skrökva þessum tilbúningi að saklausum börnum. Út yfir tekur þó þegar fullorðið fólk t.d. fréttamenn í sjónvarpi, stendur (eða situr) fyrir framan alþjóð og tilkynnir með upphöfnum alvörusvip (eins og Árni forðum) að í kvöld komi kertasníkir eða hvaða svo sem eintak af þessum fjallafígúrum ku vera á ferðinni. Æ getið þið ekki hætt þessu. Þetta á varla nokkuð skylt við jólahald í kristnum sið. Getum við ekki komið þessum fornu þjóðarlygum yfir á t.d. Ásatrúarmenn. Þeir yrðu ekki engi að kveða þær niður fyrir fullt og allt.
Endurskrifað vegna mistaka í fingrasetningu.
Hamros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 17:02
Fjarstýringin úr borginni.
Nei, nú er ég búin að fá nóg. Ég þoli ekki meira. Fyrir tveim árum þurfti ég að að fá samband við lögregluna í minni heimabyggð. en þá var svarað í Reykjavík. Ég sagði auðvitað að ég hefði ætlað að tala við lögregluna á Egilaastöðum. þetta er orðið samræmt símakerfi fyrir allt lamdið, var svarað. Samræmt hvað? Ég vil fá samband við lögregluna hér á staðnum, sagði ég. Við leysum úr hverju sem er fyrir þig, var svarið. Ég varð að kyngja þessu. . Ég er löngu hætt að hringja í Flugfélag Íslands ef ég er stödd í höfuðborginni og þarf að spyrja um flug austur. Hringdu í 1 ef... hringdu í 2 ef...Og ég hringi í 1 og ég hringi í 2 og gefst svo upp á þessari endalausu runu, ég hringi á flugvöllinn á Egilsstöðum og fæ þar skilmerkileg svör án allra vífilengja. Ég þurfti að hringja á í BT og Office 1 hér á staðnum, en fékk í staðinn samband við þjónustufulltrúa í Reykjavík. Ég veit að það sama gildir um pósthúsið "mitt". Þessi fyrirtæki eru ekki með símanúmer í skrá fyrir Egilsstaði. Ég þoooli þetta ekki. Ætli Reykvíkingar vildu þurfa að hringja í gegnum Akureyri eða Hólmavík með tilheyrandi biðtíma. . Bónus er reyndar með símanúmer á Egilsstöðum. Húrra fyrir Jóhannesi.
Annað langar mig til að nefna. Ég hef aldrei verið hrifin af jólasveinum, þið vitði þessum sem koma af fjöllum í bókstaflegri merkingu. Mér hefur alltaf þótt ljótt að vera að skrökva þessu að salausum börnum. Út fir tekur þó þegar fullorðið fólk horfir framan í alþjóð með upphöfnum alvörusvip (eins og áÁrni forðum daga) og tikynnir að kertasníkir (eða hvaða eintak af þessari upplognu fjallafígúrum sé væntanlegur í kvöld. Æ, getum við ekki tekið þetta út af borðinu. Þetta á varla nokkuð skylt við jólahald. Ættum við ekki að eftirláta ásatrúarmönnum þetta leiðinlega þjóðtrúardót.
Sigrún Hamros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2007 | 21:04
Húrra fyrir Þráni
Þess dimmustu daga er ýmislegt hægt að gera til að gleyma kuldanum sem virðist vera sjálfkjörinn fylgifiskur. Eins og það væri ekki nóg að glíma við eitt í einu. En um daginn kom fríður flokkur rithöfunda til að stytta stundina. Og hvort þau gerðu. Byrjuðu með upplestur á Skríðuklaustri, sem einu sinni hét Skriða en heimamenn kalla nú Klaustur. Jæja, einn af þessum ritglöðu spekingum var Þráinn Bertelsson. Hann byrjaði sína töla á undrast það óvnjulega fyrirbæri (að hans sögn) að´þarna væri komið fólk til að hlusta á upplestur úr nýjum bókum og BORGAÐI fyrir stundina. En svo þurfti Þráinn líka að biðja okkur afsökunar. Hann væri með svo ljóta bók að það væri eiginlega ekki hægt að lesa upp úr henni fyrir siðað fólk. Og satt var það Þráinn. Ljótar voru þær lýsingar um sorannn í mannlífinu. Það er kannski ekki tilviljun að í gær var í sama blaðiinu frétt um að ef til vill yrði þessi saga kvikmynduð og í annan stað sagði frá því að mörg hundruð manna væri haldið í skelfingarfjötrum, jafnvel heima hjá sér vegna hótana mannhunda svipaða þeim sem Þráinn segir frá í téðri bók. Ég veit ekki hvort aftökur líkar þeim sem Þráinn lýsir eiga sér stað eður ei. Ég veit að hann hefur frjótt ímyndunarafl. En einmitt fyrir þá staðtreynd vildi ég biðja hann að nota það til að aðstoða þessa vesælu þjóð til að losa sig við skepnur þær sem lifna við á bókarsíðum Engla dauðans.
Hamros (sigrún)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 23:43
Aftur á bak og út á hlið
Nú þykir mér týra. Steinunn Valdís vill fá annað starfsheiti fyrir konur sem gegna ráðherrastöðu.Mér finnst þetta nokkuð langsótt. Einu sinni voru konur kennslukonur, hjúkrunarkonur og skólastýrur. Síðan var þessu breytt sem betur fer og konur gátu verið kennarar, skólastjórar o.s.frv. Mér finnst ráðherra vera hreint starfsheiti en ekki endlega vísa til kyns þess sem gegnir því virðulega embætti. Og þó svo væri sé ég ekkert því til fyrirstöðu að konur séu ráðherrar rétt eins og þingmenn. Hafa konur ekki alltaf verið bílstjórar. Þegar Vigdís varð forseti var hún spurð hvernig ætti að ávarpa hana og þá hafði hún ekki svar á reiðum höndum. En það leystist fljótlega. Hún var auðvitað ávörpuð Frú forseti. Á kannski að segja forsæta um konu í stöðu forseta og ráðfrú fyrir ráðherra. Það yrði skelfilega hallærislegt. Svo ekki reyna að fara aftur á bak í tímanum. Leyfum konum að nota þssi fallegu orð forseti og ráðherra hér eftir sem hingað til. Ég held að þingmaðurinn Steinunn Valdís hljóti að hafa eitthvað þarfara að gera á Alþingi en að hræri í þessu.
sigrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 21:42
Tvennt ólíkt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2007 | 20:20
Friðarsúlan
Þetta var stórkostlegt. Megi þetta blása sem flestum í brjóst ást á friði og umburðarlyndi milli manna og þjóða. En mikið vorkenni ég stöð 2 að geta ekki sýnt þetta beint. Hvers eiga þeir að gjalda. Tökum nú saman höndum öll að koma friðarboðskapnum áfram til allra sem heyra vilja
Sigrún hamros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar