Ný mál

Jæja. Þá er best að afskrifa kirkjuna, fyrst hún ansar ekki mínu sára ákalli. Allt í lagi. Ég kemst vel af án hennar. Nú kem ég að einhverju af mínum fjölmörgu áhugamálum. Hvernig væri að tala um hraðaksturinn. Það var verið að ganga gegn hraðakstri. Má vera að ráðamenn hrökkvi við. Drulluhalarnir sem hugsunarlaust leggja líf samborgara sinna í hættu þeir hrökkva varla í kút. Þeim virðist vera skítsama um þig og mig. Þeir halda áfram í bílaleik bernskunnar. Og nú hafa þeir alvöru bíla í höndunum. Á ég að segja ykkur hvað á að gera við þá. Í fyrsta lagi á að taka af þeim bílana. Ekki í mánuð. Ekki í ár. Heldur fyrir lífstíð. Og meira en það. Þeir ógna fólki. Ef þeir væru með byssu og leggðu það í vana sinn að skjóta út í loftið án þess að miða í nokkurn sérstakan. Bara af því að það er svo gaman að skjóta. Þá væru þeir með réttu álitnir hættulegir umhverfinu. Þeir væru ákærðir, dæmdir og stungið í steininn þar sem þeir ættu heima. Þetta háttalag með byssuna er alveg sambærilegt við ökuníðingana. Það þarf að taka þá úr umferð þangað til þeir læra að aka eins og ábyrgir menn. Ákveðnir margir mánuðir  innan múranna fyrir hverja segjum tíu km yfir hámarkshraða plús missir ökutækis og plús sektargreiðslur. Og ekkert múður. Þá fyrst gætum við ekið þessa vegi okkar án þess að hafa á tilfinningunni að við værum að leggja okkur í lífshættu. Eruð þið ekki sammála.

sigrún


KIRKJAN--HVAÐ

ÉG HEF SKRIfAÐ ÞRJÚ BLOGG MEÐ FYRIRsPURNUM TIL KIRKJUNNAR MANNA UM ÞAÐ HVAÐ KIRKJAN KENNIR UM LÍF EFTIR ÞETTA LÍF. ENGINN HEFUR SVARAÐ SEM LÍKLEGA ÞÝÐIR AÐ KIRKJUNNAR MENN ERU EKKI AÐ EYÐA TÍMA Í BLOGGLESTUR. Mér er svo sem sama. Ég veit að lífið heldur afram endalaust hvað sem hvað sem kirkjan (les: prestarnir kenna). Ég er spíritisti og hef lesið mér til og tekið þátt i fundum um þetta efni. En vilja þessir "guðsmenn" þá  kannski segja mér hvar í biblíunni eru fyrirmæli um að ekki megi leita frétta af næsta lifi. Og halda þeir virkilega að fólk með fullu viti fari að ansa mörg þúsund ára fyirmælum sem  langlíklegast  er að séu uppspuni einn. Svar óskast.

Sigrún


Hjálp

Þetta gengur greinilega ekki. Líklega kann ég ekki á þetta kerfi. Ég hélt í heimsku minni að ég þyrfti bara að skrifa þessa spurningu og svo kæmi svarið. Hvílík vitleysa. Þá verð ég bara að lifa við það að vita ekki hvað kirkjan mín kennir. Hvort hún gefur mér von um líf að loknu þessu. Og þá meina ég strax að loknu þessu. Það skiptir kannski ekki svo miklu máli héðan af. Ég hlýt bráðum að komast að því af eigin reynslu. Mér finnst bara grautfúlt ef kirkjan veit ekki hvað hún kennir og einn presturinn segir þetta og annar hitt.

Sigrún.


Þar fór það

Já ég var svo sem hrædd um þetta. Eða vonaðist líklega eftir því. Hvernig ætti ég annars að fá svar. Hér kemur nú ástæðan fyrir spurningunni. Ég hef komist á snoðir um það að sumir prestar að minnsta  kost trúa ekki á líf eftir dauðann. Mér finnst það svolítið skítt því ég hef alltaf haldið að það væri grundvöllurinn að kristinni trú. En ég get komið með tilvitnun úr kirkjuritinu máli mínu til stuðnings. En vill einhver vera svo góður að svara þessari brýnu spurningu minni. Hver er kenning kirkjunnar um þetta.  Ég bíð í ofvæni.

Sirgún


Smá fyrirspurn

Loksins er ég komin inn á þessa merkilegu síðu. Hér get ég skrifað allt sem mér dettur í hug, því  ég er bara eina af þessum nafnlausa fjölda. Og þar sem enginn þekkir mann........

Til að byrja með ætla ég að koma með eina litla fyrirspurn til kirkjunnar, hvorki meira né minna.  Hún er þessi. Hver er kenning kirkjunnar um lífið eftir dauðann. Ég bið vinsamlega um stutt svar en engan fyrirlestur með hvers kyns útúrdúrum, sem lærðum mönnum er svo lagið að gefa einkanlega ef þeir eru ekki vissir um svarið. Í þessu tilfelli er það auðvitað ekki tilfellið. Kirkjunnar þjónar allir sem einn vita að sjálfsögðu svarið við þessari einföldu spurningu. Með fyrirfram þökk.

Sigrún


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband