20.9.2007 | 22:35
Á að leggja niður Mjólkurstöðina á Egilsstöðum?
Hvað er að þessum mönnum. Hvernig voga þeir sér. Ætla þessir tillitslausu ruddar að leggja niður 10 störf án nokkurs rökstuðnings. Á að grafa undan mjólkurframleiðslu í heilum landsfjórðungi. Hvers konar skepnuskapur er þetta. Og hvar er rökstuðningurinn. Hvar er vinningurinn. Hver er ávinningurinn. Kostar þá ekkert að flytja mjólkina af Austurlandi norður á Akureyri og afurðirnar til baka. Kostar ekkert að leggja niður framleiðslustöð í fullum rekstri. Á að trúa því að bændur í þessu landi séu svo forpokaðir, svo algerlega sinnulausir um stéttina sína að þeir láti svona viðgangast. Þetta er svívirðileg framkoma á allan máta.
Hamros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 13:19
Enn tómlegt á jólaborðum landsmanna.
Þetta er ljótt að heyra. Reyndar hafði ég ekki heyrt að það hafi verið svo undanfarin ár eins og þessi fyrirsögn úr Blaðinu frá 13. sept. gefur til kynna. Og hver ar ástæðan. Jú, það verður ekki leyft að veiða nema 38.ooo rjúpur í ár. Hvað er nú orðið af svínahamborgarhryggnum, hangikjötinu, gæsinni og öllu þessu dýrindis kjöti sem landinn hefur sporðrennt á jólum. Þeir hafa reynt að bjarga þessu með dúfum og öðrum fuglum, jafnvel skoskum rjúpum, sem eru aðvitað ekki nándar nærri nógu göfugur matur til að neyta á þessari miklu hátíð kristinna manna. Einhver auglýsti líka kengúrukjöt. Það er nú einfaldlega að bíta höfuðið af skömminni. Kengúrur lifa í Ástralíu og ég skal trúa ykkur fyrir því að þær eru yndislegustu dýr sem ég hef augum litið, næstum eins yndislegar og rjúpan. En hversvegna þurfum við annars að borða kjöt á jólunum. Eru þau bara kjöthátíð. Er þarna ekki verk að vinna fyrir kirkjuna. Hún hlýtur að hafa brugðist okkur ef við vitum ekki betur. Ef við vitum ekk hvers vegna við höldum jól. Er þetta ekki verðugra verkefni fyrir þessa hálfdauðu stofnun en að vera að væflast í kringum sára saklausa auglýsingu um nýjan síma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 21:26
Hópslys á Héraði
Í dag varð rútuslys í Fljótsdal þar sem 16 manneskjur þurftu að komast undir læknishendur. Þegar komið er með þá slösuðu í Egilsstaði kemur í ljós að komið er upp aðstöðu fyrir Rauða krossinn í Grunnskóla staðarins. Af hverju ekki í sjúkrahúsinu. Líklega af því að þar er engin aðstatða til þeirra hluta. Sjúkrahúsið á Egilsstöðum er nefnilega með endemum undarleg bygging. Þar hefur í tímans rás verið byggt við báða enda uppkrunalegs sjúkrahúss svo nú er þetta orðið ein himnalengja. Ekki skil ég að þægilegt sé að taka þar á móti mörgum slösuðum í einu enda sýnir dæmið frá í dag að svo er ekki. Er nú ekki kominn tími til að byggja sæmilega rúmgott og hentugt sjúkrahús á þessum vaxandi stað.
SB
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 23:24
sólskin til vetrarins
Alltaf hef ég kviðið fyrir vetrinum. Hugsað með hryllingi til myrkurs og kulda. Jafnvel strax eftir sólstöður læðist kvíðinn að mér. Um mánaðarmótin júlí ágúst er líðanin orðin virkilega slæm. En nú hef ég fundið ráð til að losna úr prísundinni. Hugmyndin hefur líklega kviknað vagna óvenjulegs veðurfars í ár. Apríl var sólríkur og hlýr. Í fyrstu viku maí var allt orðið grænt nema birkið sem ekki lætur afbrigðilegt veður plata sig. Það var fremur kalt í maí en af því að allt var svo grænt og bjart þá var hann samt yndislegur. Svo kom júní og var einn sólskinsdagur. Þá fór ég að hugsa. Er ekki hægt að geyma þetta sólskin til vetrarins. Þarf það nokkuð að hverfa í djúp minninganna. Og þá kom hugmyndin um ámurnar. Tvær stórar ámur, geymdar í hugskotinu , sem ég fyllti smám saman af sólskini. Ég sá bókstaflega hvernig hækkaði í þeim dag frá degi. Og í haust og vetur þegar myrkrið hellist yfir þá eys ég úr þessum ámum. Eys yfir mig sólskini og hlýju og dimman skal hörfa. Ég finn það og veit. Önnur áman er að vísu ekki alveg full en það eru oft hlýir sólskinsdagar í ágúst og fram íseptember. Ég á eftir að bæta á svo út af rennur. Sólskinið mitt verður að endast fram í lok febrúar því eftir það fara dagarnir að lengjast óðfluga og það er svo miklu auðveldara að ganga móti birtunni í mars en á móti myrkrinu í október. Ég er hólpin. Hvers vegna var ég ekki búin að finna þetta upp fyrr.
MEÐ SÓLSKINSKVEÐJU
Silla hamros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2007 | 21:24
Hinsegin dagar
Þá er hann liðinn þessi merkilegi dagur sem samkynhneigðir hafa til að vekja athygli á sér og sinum hneigðum. Eða eru þeir bara að gleðjast yfir að vera öðruvísi. Öðruvísi en hverjir. Hverjir eru yfirleitt öðruvís. Eða eru ekki allir öðruvísi. Gagnkynhneigðir eru þá líklega öðruvísi en samkynhneigðir. Eru þá ekki dökkhærðir öðruvísi en ljóshærðir. Og hvað á allt þetta fár að þýða gagnvart þessu fólki. Eru ekki allir bærilega ánægðir með þá samkynhneigðu. Nema kirkjan auðvitað. En hún er nú svo hallærisleg að engu tali tekur og kemur engum á óvart. Þessi stofnun sem gengur svo freklega á skjön við þá trú sem hún hefur lengst af boðað að hún er orðin áhangandi sjöundadags aðventinsta og boðar að eftir dauðann sofi líkaminn í gröfinni og bíði þar upprisu Krists og æðsta dóms. Ég er stórhneyksluð. En ég skil ekki hvers vegna skh þurfa endilega að gifta sig í kirkju. Guð er ekki í kirkjunni. Hann er alls staðar og prestarnir eru ekki fulltrúar hans umfram aðra menn. Við skulum bara taka öllum eins og þeir eru og gæta að sjálfum okkur að gerast ekki dómarar um náungann.
Hamros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 21:57
HÆTTUSVÆÐI
Nú er illa komið fyrir okkur. Gistihúseigandi segir að þegar gestir eru komir á staðinn og í ljós kemur að það er ekkert sjónvarp eða internet tryllast börnin og heima að farið sé á almennilegan stað. Ég veit þetta nema hvað í mínu tilfelli eru það hinir fullorðnu sem hrökkvar við. Ég er með sumarhús til leigu og Þegar ég er búin að lýsa dásemdum staðarinns, eins og að þetta sé eina húsið á svæðinu, ótakmarkaðar gönguleiðir í allar áttir og segi svo að það sé akki rafmagn er svarið venjulega. "Ha, er ekki rafmagn". og ég segi . "Það er eldað á gasvél, það er hitað vatn í sturtuna og eldhúsið með gasi, Það er hitað upp með viðarofni og þú getur setið í ruggustól á kvöldin og horft í eldinn", þá segir fólk . "Já takk fyrir. Ég hringi seinna". En það hringir aldrei seinna. Ef þetta er ekki firring veit ég ekkert í minn haus.
Silla, hamros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2007 | 20:29
Mál til komið
Jæja. Loksins er sjónvarpið farið að gera eitthvað í alvöru fyrir börn þessa lands, og löngu mál til komið. Ekki veit ég hver hefur átt þess frábæru hugmynd en sá hinn sami á heiður skilið. Ég er að tala um krakkaveðrið. Er ekki dásamlegt að nú skulu þessar elskur ekki þurfa annað en að horfa á veðurhorfur á RÚV nánar tiltakið krakkaveðrið og þau eru leidd í allan sannleika um það hvort þau geti verið í stuttbuxum seinnipartinn eða þurfi kannski að hafa skígvélin við hendina. Þetta er meiri háttar þjónusta fyrir þennan hóp hlustenda sem oft verður svolítið útundan. Ef ég hefði hatt myndi ég taka hann ofan fyrir þeim hugmyndaríka manni sem hrinti þessu í framkvæmd. Það væri náttúrlega enn skórkostlegra ef þeir gætu líka sagt Palla hvort hann ætti að fara í rauða pollagallann eða Siggu að fara í rósóttu stuttbuxurnar sem keyptar voru á Kanarí í síðustu ferð. Þið vitið. Börn eiga það til að metast um hver á að fara í hvað. Svo eru náttúrlega aldraðir næstir. Ekki má setja þá hjá. Það væri notalegt að vita um útigallann án þess að þurfa svo mikið sem líta út um gluggann.
Húrra fyrir ykkur.
Silla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 20:48
Loksins
Jæja, loksins varð einhver svo vinsamlegur að láta mig vita eð ég er ekki ein í heiminum. Svona fer maður þá að. Bara vera nógu svívirðilegur í skrifum. En ykkur að segja. Þá var þetta bara gert til að ganga fram af lesendum. Auðvitað er mér nákvæmlega sama um hvað bloggarar skrifa og skrifa ekki. Nema þetta um Flosa. Það kom frá hjartanu. Það er aftur að koma sólskin eftir hálfs mánaðar kulda. Nú get eg haldið áfram að safna í sólskinsámuna mína. Önnur er þegar full. Síðar í haust og vetur þegar myrkrið hellist yfir mig, þegar kuldinn læsir í mig klónum, þá- hræri ég upp í sólskinsámunni. Svelgi í mig hlýjuna og birtuna frá björtum hlýjum dögum sumarsins, og þá verður allt gott.
Gleymið ekki að brosa til náungans.
Silla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 20:55
Bloggmeistarar
Nú skrifa ég um alla þessa skarpvitru menn ( konur eru líka menn) sem skrifa um allt milli himins ogjarðar í blogginu sínu. Ég vona að sem flestir lesi alla þessa speki. Eins og til dæmis frásögn um afkomendur skrifarans, sem eru gáfaðri, duglegri, fallegri en gengur og gerist. Eða þeir segja frá með hástefndum lýsingarorðum hvað þeir borðuð kvöldið áður. Það er næstum hámarkið á heimskunni. Eða hvern varðar um hvað einhver lætur ofan í sig. Viljið þið ekki vera svolítið gáfulegri svo hægt sé að lesa þessa pistla án þess að skammast sín. Þetta er eins og vitlausu þættirnir hans Flosa, sem allir snerust um sjálfan hann nema hvað stundum fékk konan hans svolitla umfjöllun sem alltaf var til að sýna hvað hún væri miklu gáfaðri en sjálfur hann. Af hverju ætli hún hafi glæpst á að giftast þessu skrípi sem þykist vera skemmtilegri en allir landsmenn aðrir til samans
Sigrún..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2007 | 22:05
Veðrið
Veðrið hér á mínum heimaslóðum hefur verið með ólíkindum undanfarið. Apríl var álíka hlýr og júní í venjulegu árferði Allir runnar og tré stóðu græn í lok apríl. þetta á þó aðeins við um innflytjendurna. Birki og innlendir runnar þóttust vita sínu viti og biðu í starholunum. Þau láta ekki plata sig. Svo kom ótúlega kaldur og leiðinlegur maí. Nýgræni gróðurinn stóð hnípinn og undrandi. Skógarbændur skulfu af kvíða. Átti nú að drepa nýútsprungið lerkibarrið eins og fyrir nokkrum árum. En þrárr fyrir nokkrar nætur með hitastig undir núlli, þraukaði lífið. Þegar júní heilsaði með sól og hlýju laufgaðist björkin og allt varð svo yndislegt. Og júní, þessi dýrðlegasti mánuður ársins varð einn samfelldur sólskinsdagur. En þá kom annað vandamál. Allt var að skrælna úr þurrki. Ég skynjaði kvíðann í grænu flosi jarðar. Skógræktarmenn fengu skjálfta að nýju. Átti nú að drepa alla þessar litlu skógarplöntur sem þeir höfðu potað í jörð. En svo kom einn rigningardagur og allir önduðu léttar. En ef veðurguðirnir verða nú enn við sama heygarshornið og breyta veðurlaginu um hver mánaðarmót þá verður ef til vill stöðug rigning í júlí. Þú þarna uppi. Ekki gera það. Viltu nú skipta þessu jafnt.
Sigrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar