Er ekki í lagi með þetta fólk.

Nú get ég ekki orða bundist, jafnvel þó ég viti að enginn les þetta, sem er náttúrlega skandall. En það eru margir skandalarnir. Eitt það slysalegasta sem fólki hefur dottið í hug er þetta fyrirbæri sem kallast  DAGAR MYRKURS. Bíðum nú aðeins við. Það er að hellast yfir okkur þetta kolsvarta myrkur. Við vöknum í myrkri. Börnin paufast í skólann í myrkri. Áður en við vitum af getum við ekki verið viss um að við fáum bjart um hádegið. Ef dimmt er í lofti, ef það er snjókoma, þá læðumst við í slökkvarann til að lyfta aðeins drunganum um tólfleytið. Og áður en við vitum af er myrkrið búið að hertaka og eyðileggja þessa ljúfu stund þegar við sitjumst niður að súpa úr bolla í kaffipásunni. Síðan er svartamyrkur og ekkert nema myrkur svo dagur og kvöld og nótt renna sanan í eitt kolsvart ginnungagap. Og til hvaða ráða er þá gripið til að létta okkur lund. Jú, þá skal slökkva þessi fáu ljós sem gera okkur þó kleyft að komast götu okkar. Þá eigum við að klöngrast úti sem inni við kertaljós og týrur frá löngu liðnu öldum eða í svarta kola myrkri. Ekki fara að tala um að verra hafi það fyrir 100 árum. Þá hafi ekki einu sinni verið til rafmagnsljós. En ég segi. Mér líður ekki hótinu betur þá allir landsmenn hafi liðið fyrir ljósleysi fyrir 100 árum.

Ég segi: Reynið nú að sýna smá skynsemi. Í staðinn  fyrir daga myrkurs þá endilega efnið til daga ljóss. Segið myrkrinu stríð á hendur. Kveikið ljós alls staðar sem því verður við komið, úti sem inni. Rekið myrkrið í burt þó ekki væri nema tvo daga. Sleppið ljósabelgjum upp í háloftin.  Setjið ljósker í trén.  Kveikið ljós. Takið nú forystuna í þessari myrkravitleysu og verið viss. Allir verða glaðir nema þeir sem nota myrkrð til illra verka. Leyfið okkur að ganga glöð í ljósi og birtu mitt þessari myrku tíð.  Takið forystuna. Önnur sveitarfélög hljóta að koma á eftir. Sjáumst í ljósinu.

Sigrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ágætt að upp er dregin jákvæð hlið á myrkrinu..

en hana er erfitt að sjá í allri ljósadýrðinni. Því er það kærkomi að slökkva aðeins ljósið, og njóta stjarnana og norðurljósana (ef þau verða sýnileg) og finna hvað myrkrið er í rauninni mikið ljós :)

Björg F (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:58

2 identicon

Einmitt það notalega við þennann myrka tíma ársins er að geta sett upp allskonar ljós og ljósaseríur, ekki dettur mér í hug að kúldrast inni í kolniða myrkri, dytti líklegast niður í þunglyndi

Svo ég er allavega 100% sammála þér

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 11:59

3 identicon

Það má alltaf skreppa út fyrir bæinn og leggjast þar upp í loft til að skoða stjörnurnar...

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:02

4 identicon

Halló STÓRA mín.

Ég hef ekki lesið blogg í margar vikur. Datt svo skyndilega í hug að fara einn blogghring. Var þá ekki hún STÓRA mín búin að blogga. Þá varð ég nú glöð .

Ég er sammála þér með fyrirbærið "DAGAR MYRKURS". Mér finnst það eiginlega svolítið asnalegt. Mér er svo sem alveg sama. Ef einhverjir vilja endilega draga myrkrið upp úr ljósinu mega þeir það svo sem alveg fyrir mér. Ég held nú að aðstandendur þessa fyrirbæris séu ekkert á móti ljósi, en finnst líklega eitthvað sniðugt að gera svona mikið úr myrkrinu. Þeir um það. En ég vil hafa ljósið ofan á

Kveðja, LITLA

LITLA (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband