18.9.2009 | 16:53
Haust á leiðinni
Jæja mín elskanlegu.
Er ég ekki einu sinni enn farin að blogga. Eitt hefur breyst til batnaðar síðan síðast. Ég er búin að fá mér LSD, nei afsakið ADSL. svo nú gengur þetta allt í fljúgandi fartinni. Og það eru nógar fréttir. Ég er að bíða eftir Önu og Lillu. Þær ætluðu að heiðra okkur með sinni hingaðkomu í byrjun sept, en svo þurfti litli kúturinn hann Þór að fara í aðgerð með hálskirtlana held ég og þá ætlaði Anna að vera með hann heima þar til hann gæti farið aftur á leikskólann. Víðir er búinn að fara í kviðslitsaðgerðina en má ekki vinna í fjórar vikur. Svo þurfa þau aftur á Akureyri eftir tvo daga með Vigni. Hann þarf að fá ný rör í eyrun og losna við hálskirtla. Það hefur veiðst vel í vatninu síðustu daga, en ég tek það upp á morgun. maður bara nennir ekki að keyra þetta á hverjum degi til að draga. Ég hef því miður lítið komist í ber. Mig vantar alltaf einhvern til að koma með mér. Björk kom þó með mér í gær upp fyrir á oð horfa eftir aðalbláberjum, en mig er bíð að dreyma um það í marga daga. Það var reyndar ekki mikið að hafa, en ég róaðist heilmmikið og nú verður ekki tínt meira í sumar held ég. Það er líka eftir að taka upp kartöflurnar.
Skrifa aftur fljótlega.
Njótið daganna áður en veturinn sest að.
Sigrún
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.