Ekkert lát á vetrinum

Heil og sæl.

Í síðasta þætti kom dálítið skondin villa. Eg skrifaði bana í staðinn fyrir batna. Þessi fljótfærni mín verður mér líklega að bana áður en yfir lýkur. Það hefur eitt og annað borið við síðan ég skrifaði síðast. Það kom viku hlýindakafli og ég var svo vonglöð um að nú yrðu ekki fleiri óveðursdagar. Ekki gekk það eftir. Nú er búið að vera bandsjóðandiblindöskugrenjandibylur í sólarhring. Hvað meina máttarvöldin eiginlega. Og hvað getum við. Tekið þegjandi við öllu saman. Ekki lagast neitt við að kveina og kvarta en mikið er þetta svekkjandi. Ég er enn ekki orðin góð eftir augnaðgerðina. Mig langar oft mest til að liggja og sofa vegna þreytu í augunum. Og ég þoli enga birtu. Þetta er mér þeim mun erfiðara að þola af því ég elska ekkert meira en sólarbirtuna. Og ég var byrjuð að þæfa en hef svo ekki treyst mér í það í hálfan mánuð eða svo.

Ég er búin að skreppa í bæinn og vera í fermingarveislu hjá Brynjari og Margréti. Það var mikið skemmtilegt.  Veislan var heima en það er oftast skemtilegra finnst mér. Við Bragi fórum suður um hádegi á föstudag og aftur heim um hádegi á sunnudag. Sluppum rétt fyrir bylinn.

Nú er komið að spekinni: Bækur eru lykillinn að veröldinni svo þið skuluð lesa eins og þið lifandi getið þó þið hafið engan tíma til þess. - Karlar sem meðhöndla konur eins og falleg hjálparvana leikföng eiga skilið konur sem meðhöndla karla eins og ánægjulega og örláta bankareikninga.  -  Maðurinn er eina skepnan á jarðfíki sem fer að sofa þegar hann er ekki syfjaður og rífur sig á lappir aftur meðan hann er dauðsyfjaður.   -  Heppnin er ekki fólgin í því að fá það sem maður heldur að mann vanti, heldur í því að hafa fengið það sem maður fékk og vera nógu snjall til að sjá að það var einmitt þetta sem maður hefði óskað sér ef maður hefði haft vit á því.

Og brosa svo.  Ég gat ekki annað en brosað þegar ég hlustaði á símsvarann hjá syni mínum, sem er háskólanemi.  "Halló þetta er Rikki. Ef þú ert frá símanum er ég nýbúinn að senda peninga. Ef þett eru pabbi eða mamma vantar mig peninga.Ef þetta er einhver frá lánassjóðnum lét sjóðurinn mig ekki fá nóga peninga. Ef þetta einhver vina minna skuldarðu mér peninga. Ef þetta er einhver skólasystra minn á ég nóga peninga."  -  Afi varst þú í örkinni hans Nóa.?  Auðvitað ekki drengur minn. Hvernig dettur þér það í hug.? Hvernig fórstu þá að því ap drukkna ekki?  -  Hvað á að kalla fótalausan hund.? Skiptir ekki máli. hann kemur hvort sem er ekki þá kallað sé á hann.

 

Megi allir góðir englar gæta ykkar í lengd og bráð

Sjónlausi vesalingurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband