12.3.2009 | 21:06
Öll él birtit upp upp síðir
Hæ allir mínir elskanlegu vinir.
Tölvan er loksins komin í lag eftir þriggja vikna bilun. Hún er sko ekkert betri en eigandinn. Það er svolítið að rofa til í mínum haus eftir vetrarmyrkrið. Meira að segja farin að þæfa. En þið verið að fyrirgefa þó ég skrifi lítið sem ekkert núna. Mér er líka að bana í bakinu, en orkan er engin. Get varla lyft 10 kílóa poka.
Bara ein vísnagáta til að efla heilastarfsemina.
Í myrkrakompum oft ég er
ekki þrifaleitur.
Aðeins gagnast öðrum hér
ef að ég er heitur.
Þessi er ekki eftir mig
Ásterkvaðja
Sigrún B
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Mér "sýnist" þú vera farin að vakna helling af dvalanum. Dásamlegt að bakið skuli vera að komast í lag. Tíu kg poki getur nú verið býsna þungur :). Það fer eftir því hvað er í honum .
Ég er alveg stopp í vísnagátunni. Á samt eftir að hugsa dáltið meira um hana.
Hlakka til að sjá þig í lok mánaðarins.
Kveðja
ÉG
Ég (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:03
Þakka þér kæra Ég. Er samt að spá í hvort það sért Þú eða bara ég. Þetta svar hjá þér með pokann og eiginlega besta skrítla sem ég hef heyrt nýlega eða er það kannski speki. Af bakinu er það að segja að ég er svo slæm í dag að ég labbaði niður í búð en varð svo að hringja í Björk til að sækja mig og síðan hef ég verið við eúmið.
Þú ?
sigrún björgvins (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:25
Sæl Þú mín.
Þetta er ÉG. Vonandi veistu hver ÉG er . Kannski er þetta nú frekar skrítla. Annars datt mér hvorki speki né skrítla í hug, þegar mér datt þetta í hug.
Ég skil ekki alveg af hverju þú þurftir að labba niður í búð fyrst þú varst svona slæm í bakinu. En dásamlegt að Björk skyldi geta sótt þig. Hefði ekki verið betra að vera í eúminu . Mér finnst a.m.k. frekar lítið gagn í því að vera bara við það. Jæja. Þetta er nú ljótur útúrsnúningur.
Sjáumst bráðlega.
ÉG
Ég (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.