3.3.2009 | 17:21
Búin að fá sjónina
Halló elskurnar mínar allar. Takk. takk Anna og Heiða og öll hin sem eflaust hafa hugsað til mín. Það er alveg frábært að vera stórasystirömmusystur Heiðu. Ég kom heim á föstudag eftir góða ferð og vel heppnaða aðgerð í Reykjavík. Nú sé ég næstum gegn um holt og hæðir. en hind vegar hef ég verið mjög slæm í bakinu eftir fallið á Víðilæk þann 13. febr. (Hlýtur að hafa verið dettifall). Ég er reyndar betri í dag. Björk segir mér að ef maður brákar rif þá líði manni illa fyrst á eftir, síðan lagast ástandið og þar næst líði manni bölvanæega. Ég er núna á bölvunarstiginu. Ætlið þið að fyrirgefa þó ég skrifi lítið núna. Bara einhverja spekivitleysu.
Þegar annar maður stelur frá manni makanum er maklegasta refsingin á viðkomandi að leyfa honum að eiga gerpið.
Ein sinni ákváðum við Gunna að gifta okkur en svo varð bíllinn bensínlaus. Ég á hringana ennþá.
Lífslíkur myndu aukast um allan helming ef kálið ilmaði eins vel og ofnsteik.
Ég lofa að skrifa fljótlega.
Allir englar himins og jarðar gæti ykkar.
Sigrún sjáandi.
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er dásamlegt að þú skulir hafa fengið sjónina. En það er ekki dásamlegt að þú skulir ennþá vera slæm í bakinu. Dettifall hlýtur að vera með verri föllum.
Við Lilla ætlum að heimsækja Siggu á morgun. Nú sér hún allt sem hægt er að sjá með augunum.
Guð blessi þig
Ég
Skilurekkispekinúmertvö (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 21:36
Til hamingju með sjónina mín kæra! :)
Vonandi lagast bakið bráðum.
Kv. Heiða (Önnudóttir)
Heiða (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.