10.2.2009 | 17:31
Jæja þá
Nú þarf ég ekki að ávarpa neinn. Það hefur enginn látið svo lítið að senda mér svo mikið sem eitt orð. Jæja þá, ég er þá ein í heiminum eins og oft áður. Í dag ætla ég að skrifa um trúmál. eða svoleiðis. Ég er að hugsa um að ganga í Baháí trúflokkinn. Auðvitað skiptir svo sem engu máli hvaða trúarbrögð maður aðhyllist. Trúa ekki allir á einhvern guð. Það er það eina sem máli skiptir. Þetta er nefnilega einn og sami guðinn. En ég er orðin þreytt á þessari eldgömlu bókstafsrullu, sem kirkjan eys yfir okkur. Þetta með að skíra ómálga börn og múlbinda þau fyrir lífstíð. Þetta að við giftinguna sverji hjónin frammi fyrir guði að þau muni alltaf sýna hvort öðru ævilangan trúnð og elsku , svo hjálpi mér guð. Það geta þau alveg eins gert hvar sem er of án þeaa að blanda guði í það. Ég er þó einkum og sér í lagi búin að fá nóg af kenningum kirkjunnar um upprisu úr gröfinni. Ég veit að lífið bíður mín eftir þetta líf og það miklu betra og innihaldsríkara líf en það sem ég hef balsast í gegnum hér. Og það hefur ekkert með þennan skrokk minn að gera.. Ég kveð hann bara fegin og með þakklæti. Hann hvefur nú dugað mér í 77 ár, bráðum 78. Fyrir mér er þetta svo augljóst og yndislegt.
Mér til gleði set ég hér nokkra brandara og spekiorð. -Það er ekki efitt að verða eldri. Það sem er erfitt er þegar farið er að umgangast mann sem gamalmenni.- Það er kaldhæðnislegt hvernig málin snúast í höndum okkar. Þegar við fórum fyrst að vinna fyrir launum dreymdi okkur um að þau laun sem við höfum nú - og lifum af við sult og seyru.--Hinn vestræni heimur ver milljónum króna á ári til þess fá sér andlitslyftingu þegar fleiri og tíðari bros gegnum tíðina hefðu gert sama gagn.
Guð geymi alla mína vini hvort
sem þeir muna eftir mér eða ekki
.
Sigrún einstæðingur
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég les bloggið þitt. Kvitta samt of sjaldan, skamm skamm.
Góða skemmtun á þorrablótinu um helgina :)
Kv. Heiða.
Heiða Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:40
Takk elsku Heiða.
Þorrablótið var æði. Maturinn var meiriháttar. gestir frábærir og skemmtu hver öðrum. Reyndar entist maturinn fram á sunnudag og þá var afgangur. Við sátum samt ekki við að eta allan tímannn. Við lögðum okkur á kvöldin.
Stend á blístri og á öndinni og á því fastar en fótunum að þetta var besta þorrablótið. Gangi þér allt í haginn.
Gamla mömmusystir
Sigrún (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 16:54
Sæl og blessuð.
Ég skammast mín. Svolítið. Hef ekki lesið blogg í a.m.k. tvær vikur. og þ.a.l. ekki svarað neinu. Þegar ég opnaði bloggið þitt áðan sá ég tvö blogg sem ekki hafa birst mér áður. Samt hafa þau verið löngu komin þegar ég las síðast. Ætli ég hafi gleymt að kveikja ljósið. En nú sé ég þetta allt saman og er afar glöð með það. Enda búin að fá góðan lampa.
Ég er sammála þér með þorrablótið. Það var reglulega skemmtilegt. Eiginlega fannst mér samt skemmtilegast að gista hjá ykkur. Það var best.
Ég vildi óska að þú værir ekki einmana.
Hlakka til að sjá þig í næstu viku.
Litla
LitlasystirmömmusysturHeiðu (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.