28.1.2009 | 23:35
Hvar eruð þið öll
Sæl verið þið.
Eruð alveg búin að yfirgefa mig Haldið þið virkilega að það sé gaman að skrifa svona út í loftið og enginn lætur svo lítið að gera vart við sig. Jæja, ég veit svo sem að ég er ekki í sérlega miklu áliti. En nú er ég reið. Ég þurfti að hringja á póstgúsið og spyrja um pakka. Hvað haldið þið. Það var svarað í Reykjavík -en því miður voru allar línur uppteknar svo vinsamlega bíðið. þetta var þrítekið. Svo kom sambandið rödd í símann. styddu á einn ef vilt tala við...Styddu á tvo er... og áfram. Ég studdi á einn. Þá kom -Því miður eru allar línur uppteknar, vinsamlega bíðið. Það voru liðnar tíu mínútur og þá fékk ég samband við manneskju, sem spurði kurteislega. Hvað get ég gert fyrir þig. Ég var orðin svolitið fúl svo ég hreytti út úr mér. -Mig vantar pósthúsið á Egilsstöðum. Get ég ekki afgreitt þetta. Og ég öskraði. NEI, ég vil fá póstinn á Egilsstöðum. Ég er enn þá reið.
Nú eru bara tvær skrítlur. "Hver gaf þér þetta glóðarauga" "Aðalheiður". "Aðalheiður, konan þín?. Ég hélt að hún væri farin í ferðalag" "Já, það hélt ég nú líka". .........Það endar með því að maður fer að trúa á umskiptinga. Sami maður og áður sendi mér rósir og orti mér ljóð situr nú í besta stólnum mínum. Hann er á sokkaleistunum, í krumpuðum buxum og aðeins í nærbolnum að ofan og kallar á mig til að rétta sér bjórdollu úr ísskápnum. haaa ha ha ha haaaa
Og nú kemur spekin. Einn af kostunum við að vera ungur er að maður lætur ekki heilbrigða skynsemi koma í veg fyrir að gera það sem allir vita að ekki er hægt að gera......Sumt fólk er eins og svissneskur ostur. Það vantar bara ostinn.
Megi góðir andar vaka yfir ykkur öllum.
Sigrún
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.