Velkomið nýja ár

Sæl öll.  Mér þykir vissara að bjóða nýja árið velkomið og búast við því besta. Það er svo gott fyrir sálina að gera ekki ráð fyrir að allt gangi á afturfótunum. Og ég hef fengið tvö bréf. Ég ætla ekki að kalla það athugasemdir.  Takk fyrir Heiða og þú líka átvagl eða hvað þú nú kallar þig. Ég ætla að bæta við öðru áramótaheiti. Að skrifa nú reglulega í bloggið, segjum einu sinni í viku. Eiginlega gerði ég tvö heit. Annað var að  halda áfram að skrifa söguna sem ég byrjaði á fyrir þremur árum. Hún er um Jónatan og fjölskyldu hans. Þau eru huldufólk og sagan gerist í þeirra heimi. Þá eru engin takmörk fyrir hvað hægt er láta gerast í sögunni. Sumum huldumönnum er meinilla við menn og það kemur í ljós að það sér ekki allt huldufólk mennina. Ég hef aðeins sest niður til að halda áfram en lítið hefur bæst við ennþá. Þó er Jónatan búinn að kynnast huldustrák sem honum finnst undarlegur enda kemur á daginn að hann er af öðrum kynþætti huldufólks sem kallast Brekar. Ég held að sagan komi til mín ef ég sest við tölvuna á hverjum degi. Vinnuheitið á sögunni er "Oj, bara, menn". Hitt áramótaheitið er að fara oftar út að ganga. Það er þó ekki álitlegt núna því götur og gangstéttir eru undir gljá. En koma tímar.

Nú kemur hér speki: 1.  Gallinn við að læra af reynslunni er að maður fær aldrei fullnaðarpróf. 2.  Í hjónabandi er ekki um að ræða að fara sína leiðina hvort. Þar er ekki nema ein leið - grýtt, rykug, forug, slétt, greið - en alltaf sameiginleg.. Það er undir okkur tveim komið hvernig ferðin gengur.  3.  Framfarir í læknisfræði hafa það í för með sér að fólk lifir lengur. Þetta skiptir miklu máli því nú til dags þarf fólk meiri og meiri tíma til að bíða eftir viðtali við lækninn.

Og brosa svo: 1. Þeir sem eru fátækir halda að öll þeirra vandræði myndu leysast af sjálfu sér ef þeir bara hefðu meira af peningum milli handanna. Þeir ríku halda þetta líka." 2.  "Vissirðu að langa-langafi hans Tomma var negri".  "Nei, það vissi ég ekki. Ætli það sé þessvegna sem hann er alltaf svona svartur undir nöglunum".  3-  "Hves vegna varð konan þarna svo reið við þig?  "Hún skoraði á mig að giska á hve gömul hún væri". "Og?"  "Ég átti kollgátuna."             4.  "Þjónn, mér þætti gaman að vita hvað er í þessum pylsum".  "Nei, góði maður,  það er ég viss um þér þætti ekki".

Jæja þetta er nóg núna. Megi nýja árið færa ykkur gleði.

Sigrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband