Nýtt ár

Gleðilegt ár þið öll sem þetta lesið. Kærar þakkir fyrir öll gömlu árin. Ég er bara svo hrædd um að engin lesi þetta orðið. að minnsta kosti hefur engin athugasemd komið langa lengi. Það er búð að vera svo gott veður um hátíðarnar. Enginn snjór og lítil hálka. Þess vegna er  mjög lélegt að ég hef ekki nennt að fara neitt í hús. Drattaðist samt í gær til að kveðja Mána og Möggu og í dag til að kveðja Lovísu og Davíð. En ég hef ekki farið til Önnu að heilsa upp á stelpurnar. Þær eru líklega farnar núna. Þær hringdu heldur ekkert í mig svo ég vona að þeim sé alveg sama þótt þær hafi ekki hitt þær. Það var þó bót í máli að ég sá Snærúnu. Hún kom snöggvast til mín. Og þvílík breyting á einni manneskju. Hún er alveg yndisleg orðin. Það liggur við að ég óski þess að ég eigi hana. Sama mætti auðvitað segja um hinar sysurnar. Þær eru hver annari yndislegri. Ég sá samt litlu skottin hennar Svandísar. Þegar ég ætlaði að hitta hana hafði hún skrpppið í bæinn til að leysa út gáminn og skoða nýja íbúð sem Berglind hafði fengið handa þeim.

Ástarkveðja og óskir um góða glaða daga.

Sigrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigrún mín! Ég biðst afsökunar á að hafa ekki skrifað athugasemd hér lengi, ég kíki samt hingað inn reglulega.

Ég vona að þú hafir haft það gott yfir hátíðirnar, ég hafði það a.m.k. fínt :)

Sjáumst í næstu ferð!

Heiða.

Heiða Önnudóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:23

2 identicon

Þakka þér fyrir Heið "líta inn". Ég er búin að halda í lengri tíma að það væri ekki lengur hægt að gera athugasemd. Nú fer ég að verða duglegri að blogga.

Ástarkveðja Sigrún

sigrún (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:36

3 identicon

Sæl og blessuð "ofæta"

Ég má til að leggja svolítið til málanna vegna "Eins konar sögu" í síðustu færslu. Ég á nebbla við sama vanda að stríða........ o.s.frv. Kannski er ég ein af þeim sem grípur fram í og fer að tala um sjálfa mig. Ef svo er, er ég afar döpur þess vegna.

Ég held að þetta sé ólæknandi. Það verði barasta að læra að lifa með þessu. Eina leiðin sem ég veit að er fær í þessu sambandi, fyrir sjálfa mig a.m.k., til að halda jafnvægi  er að sleppa sykri algjörlega. Aðferð sem ég veit að er góð, en ég gleymi allt of oft að nota, er að ákveða fyrirfram hvað og hvað mikið skal borða og fá sér ekki aftur á diskinn, en það virðist mér nú að þú gerir. Svo er betra að skilja eftir á diskinum (leyfa) heldur en að borða, þó ekki sé nema einum bita of mikið. Hann er kallaður á fagmáli "hömlulausi" bitinn. Hann er vís með, og er eiginlega alveg öruggt, að hann kemur af stað ofáti. Svo er hreyfing  algjörlega nauðsynleg. Hún er líka góð fyrir geðheilsuna. Eru ekki fíklar soldið geðveilir? Eða öfugut?

Kveðja, ofætufíkill

Fíkill (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:40

4 identicon

Kærar þakkir kollega.

Þetta var gott að heyra. Ég held að hver og einn verði að finna sína leið. Ég hef tekið eftir því að þegar við erum að léttast þá er miklu auðveldara að ráða við fíknina. Líkaminn hefur einhvernveginn róast. Eitt af þvi sem ég á við að etja er að ég borða alltof hratt, svo heilinn hefur ekki tíma til að ná því stigi að vita að nú er nóg komið og á meðan höldum við (ég) áfram að eta og svo þegar boðin koma erum við bókstaflega að springa. Ég losnaði við þetta með því að borða oft og lítið í einu hvernig sem ég hef farið að því að venja mig á það. En svo koma tímabil eins og um jól að þetta gleymist eins og þegar við erum í boði þar sem borðin svigna undir ómótstæðilegum krásum.  En við erum samt báðar (bæði) komin yfir það versta. Við þekkjum vandamálið og viljum takast á við það. Gangi okkur vel á nýju ári

Sigrún

sigrún (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:04

5 identicon

Sæl og blessuð.

Ekki gengur mér eins vel og ég vildi að borða "hæfilega" mikið. Hvað er annars að borða hæfilega. Mér finnst best að borða mig ekki alveg sadda vegna þess að eftir svona 10 mín. frá áti "birtist" seddutilfinningin. Þá er vont að hafa borðað of mikið. Ég vildi óska að ég losnaði við endalausa hugsun um mat. Eiginlega finnst mér best að borða sem minnst og sem sjaldnast. Ekki fyrr en hungurtilfinning hefur sagt til sín. Ef ég borða lítið líða margir klukkutímar á milli hungurtilfinninga  Jæja, ekki orð um mat og át meir að sinni.

Ertu farin að átta þig á hver ég er. Við höfum hist "nokkrum sinnum" .

Blessbless

Ofætufíkill (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband