Einskonar saga

 Þú skilur ekki. Nei, þú skilur ekki. Það þýðir ekkert fyrir þig að telja mér trú um það. Ég veit að þú skilur það ekki því ég skil það ekki sjálf.  Ég veit ekki hvar þetta byrjaði. Ég veit ekki hvers vegna þetta byrjaði. Ég veit ekki hvort það muni nokkurn tíma enda. Og ef það endar veit ég ekki hvernig það muni gerast. Ég veit bara að ég er hjálparlaus. Ein á eyðiskeri. Ja, ég veit auðvitað að margir eiga við sama vandamál að stríða. Sumir hafa viðurkennt það. Sumir hafa sigrað, að minnsta kosti í bili. Það getur verið að þeir missi tökin aftur. Ef svo er hefur enginn þorað að viðurkenna það..            Ég þori ekki einu sinni að viðurkenna stjórnleysið. Eða öllu  heldur,  ég vil ekki viðurkenna það- held ég. Eins og komi nokkrum við. Eins og nokkur fari að brjóta viðurkenna það, -held ég. Eins og það komi nokkrum við Eins og nokkur fari að brjóta heilann um mín vandamál. Ég hef fyrir löngu komist að því að það hugsar enginn um annarra manna vandamál. Af hverju segi ég það. Ég veit það því ég hef gert tilraunir á fólki. Ég hef ýjað að því að ég væri að berjast við hitt og þetta. Ég segi til dæmis við kunningja minn.            -Mér finnst svo erfitt að komast fram úr á morgnana að----Ég kemst ekki að nema með þessa hálfu setningu. Viðmælandinn er strax með á nótunum.            -Sama segi ég. Mér er bara aldeilis ómögulegt að drífa mig á fætur. Það er eins og ég hafi ekki orku til að rísa upp, ----bla bla.-            Eða ég sagði við vinkonu.            Mig langar svo til að drífa mig í  leikfimi, en----            -Já ég hef nú verið að gæla við að æfa sund-, svarar hún að bragði. –Ég var nokkur góð í sundi í skóla í gamla daga. Ég var með næstbesta tímann í 50 metra bringu, svo það væri gaman að sjá hvað ég geta núna. Ég er helst að hugsa um----             Ég, ég, ég.            Þeta er auðvitað ekki satt. Ég er eldhress á morgnana. Ég ætla alls ekki í leikfimi. Ég er bara að sanna fyrir sjálfri mér að fólk almennt hefur bara áhuga á einu. Sjálfu sér. Því er skítsama hvernig náunganum líður. Það talar aldrei við þig um þín vandamál. Það talar bara um þig þegar þú heyrir ekki til. Því minna sem það veit um þínar aðstæður, því meira talar það.            Ég man eftir einu atviki í vinnunni. Ég ætla ekki að segja í hvaða vinnu, því þau muna kannski eftir mér. Þær voru tvær að tala um þriðja aðila. Konu, sem búið hafði á svæðinu, en skilið við manninn og flutt burt. Síðan höfðu þær eiginlega ekkert frétt af henni. .. Fór hún ekki til Húsavíkur. Ætli hún hafi farið að búa með öðrum. Hún var nú dálítið klikkuð. Hugsaði víst ekki nógu vel um börnin. –Já ég held að hún hafi áreiðanlega farið norður. Kannski hún hafi náð sér í annan. Áður en löng stund leið voru þær búnar að finna handa henni  mann á Húsavík, láta hana eiga eitt barn eða jafnvel tvö. Hún var farin að vinna í fiski eða var það kannski í búð.            Allt í einu missti ég þolinmæðina. Ég hallaði mér að þeirri sem næst mér stóð og hvíslaði.            -Ætli þær skrifi þetta sér til minnis þegar þær koma heim.            Skrafskjóðurnar urðu forvitnar. Hvað værum við að tala um.  Það var bannað að hvísla.  Þá kom skelmirinn upp í mér.             -Það er satt. Það er ekkert sniðugt að vera með hvíslingar. Ég var bara að velta því fyrir mér hvort þið mynduð skrifa þessa visku hjá ykkur þegar heim kæmi-.             Það verður að segja þeim til hróss að þær skildu seiðina og þögnuðu smástund.Ég kom eitt sinn á handverkssýningu. Þar var margt að sjá. Í bás eftir bás gat    líta  alls kyns muni, sem margir hverjir báru vott um handlagni alúð ef ekki listfengi. Þar varð ég áheyrandi að eftirfarandi samtali. Þetta var í bás með keramik munum. Þar kom kona nokkurð ábúðarfull. Hún spurði um skál sem var til sýnis.            -Þetta er skál sem ég hannaði fyrir dóttur mína,- sagði sú sem átti básinn. Hún er svo hrifin af bláu. En svo fannst henni skálin af stór til að taka með til útlanda-            -Já, sagði gesturinn. Ég var einu sinni að hugsa um að fara í keramik. En það er svo tímafrekt og svo hef ég annað við húsnæðið að gera. Mér finnst miklu skemmtilegra að sauma bútasaum. Ég hef saumað fjöldamörg tepp, sem ég er nokkuð ánægð með. Það er aldrei svo stórafmæli eða gifting í fjölskyldunni að aðalgjöfin komi ekki frá mér. Ég var einmitt að  byrja á einu-………. Mér blöskraði og gaf mig fram.            -Afsakaðu-, sagði ég við sölukonuna.- Hvað kostar þessi skál-. Ég sá ekki eftir að kaupa hlut sem ég hafði alls ekki verið að spá í. Konan með bútasauminn á heilanum rölti áfram í leit að nýju fórnarlambi            En nú er ég komin langt frá upphaflegu umræðuefni. Ég varð bara ð gera þér grein fyrir hvað erfitt er að ræða vandamálin við aðra. Þetta var kjánalega sagt. Ekki ræði ég vandamálin við mig sjálfa eða hvað. Ég þarf að finna viðmælanda. Vilt þú kannski hlusta?     Mitt vandamál er matarfíknin. Ég hef oft drepið á þetta við vini og kunningja. Undantekningarlaust kemst ég ekki að með meira en eina eða tvær setningar, því þá er viðmælandi strax með á nótunum.-Ég þarf ekki að hafaáhyggjur af ofáti. Ég borða bara allan algengan mat í hófi og …..Eða – það er þýðingarlaust að fara í þessa kúra. Maður fitnar bara meira á eftir. Ég hef fyrir reglu að minnka skammtinn ef mér finnst ég vera að bæta á mig. Eða þá ég hreyfi mig meira. Best væri að…….Svo verð ég að hlusta á hvernig þessi ágæta manneskja ræður fullkomlega við vandamálið. Ef það er þá eitthvert vandamál. Og ég sit eftir með mitt ofát. Ekki bara engu nær. Heldur miklu ver sett með niðurbrotið sjálfstraust. Hjálparlaus.Ég veit samt að þetta með kúrana er ekki rétt. Auðvitað er ágætt að taka kúr og koma sér af stað. Það sem villir fyrir öllum (nema mér)er að þeir “vitru” segja að eftir kúrinn fari allt í sama farið, nema hvað fleiri kíló komi í stað þeirra sem fóru. Ég segi þetta er bull. Það ætti að snúa svolítið upp á handlegginn á þeim sem láta svona út úr sér. Kannski líka tala svolítið utan í þá sem trúa þessu. Það ætti heldur að snúa þessu við. Kúrinn ætti að byrja þegar nokkur kíló eru farin eftir átakið. Þá og þá fyrst þurfum við leiðbeiningar og hjálp. Þá eigum við að taka stjórnina í okkar hendur en ekki einhver óskiljanleg lögmál, sem enginn fótur er fyrir. Sem sagt. Ég er fíkill. Ég er ofæta. Ég hugsa um mat daginn út og daginn inn. Þegar ég kem inn er mín fyrsta hugsun að fá mér eitthvað að borða. Það er ekki einu sinni hugsun. Það er athöfn. Ég rétt kemst úr yfirhöfninni, sparka af mér skónum og – opna ísskápinn. Mitt fyrsta verk að morgni er að skófla upp í mig einhverju matarkyns. Áður en ég bursta tennur. Á tveggja tíma fresti eru mínir matartímar. Þú spyrð hvort ég sé ekki afmynduð af spiki. Nei, reyndar ekki. Ég er kannski tíu kílóum of þung og það eru þau sem ég er að berjast við núna.. Ég fann nefnilega mótleik. Ég borða aðeina hitaeiningarsnauðan mat. Á matseðlinum mínum er kotasæla, grænar baunir, epli, grænmeti, soðið magurt kjöt. Hvernig ég geti gert úr þessu lystugan mat. Fyrir mér er allir matur ætur, svo fremi að hann sé óskemmdur. Ég er ekki að hugsa um eitthvert gómsæti. Ég er að hugsa um að borða. Borða bara eitthvað. Ég get borðað það sama dögum saman. Eina vikuna er það kotasæla og baunir með eplum. Þá er mig kannski farið að langa í kjöt. Þá sýð ég kjúkling. Síðan borða ég kjúkling með eplum og baunum næstu dagana. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um nýjan kúr. Einhvern Atkins kúr held ég. Reyndar var hann kallaður Ásmundarkúr hér uppi á skerinu eftir frægum manni íslenskum sem náði með honum frábærum árangri. Og hvað gerði hann. Sleppti öllu kolvetni úr matnum. Sleppti sykri, brauði og kartöflum. Þá hætti ég að borða brauð og kartöflur. Hélt að þá væri björninn unninn. En það var ekki svo gott Eftir nokkrar daga varð mér ljóst að ég plataði sjálfa mig. Ég borðaði bara meira af  kotasælu, meira af baunum, meira af gúrku og gulrótum. Eplin hurfu eins og dögg fyrir sólu. En kílóin hurfu ekki. Ekki segja mér að fá mér bara einu sinni á diskinn. Ég fæ mér bara einu sinni á diskinn. Ég er að vísu með óhemjustóran disk. Ekki segja mér að drekka meira. Ég drekk ókjör. Ekki alveg tært vatn.. Ég blanda það með svolitlu kaffi. Þó ekki meira en svo að þó ég drekki þrjá lítra af þessu gutli á dag er varla í því meira en einn bolli af venjulegu kaffi..Ha. Pillurnar. Heldurðu að ég hafi ekki reynt pillurnar. Hverja einustu tegund sem ég sé  auglýsta. Þær lofuðu allar góðu. Allt að tuttugu kílóum á fimm mánuðum. Þær virkuðu líka oftast. Eftir viku hafði ég lést um kíló. Þá kom bakslagið . Þegar svona vel gekk þá sá ég að ég þyrfti líklega ekki að minnka matarskammtinn. Ég fór umsvifalaust í gamla farið. Næstu viku fóru 200 grömm. Svo var draumurinn búinn. Fíknin tók völdin. Alltaf sama sagan. Hvað get ég þá tekið til bragðs. Jú, þetta er lokatilraun. Þetta að tala um vandamálið. Og fyrst ég fæ engan til að hlusta þá er ég að reyna að búa til hlustanda. Ímynda mér að ég hafi skilningsgóðan hlustanda, sem ekki hugsar bara um sín vandamál. Hlustanda sem skilur eða að minnsta  kosti reynir að skilja. En ég veit ekki hvort það virkar. Ég veit ekki hvort ímynduð persóna er nógu góð til að bjarga mér. Líklega ekki. Líklega held ég áfram að berjast við þennan draug.Það er þó einn ljós punktur. Ef ég er ein úti að vinna og nógu langt frá öllu sem heitir matur, finn ég ekki til hungurs. Ég man ekki einu sinni eftir að til sé eitthvað sem heitir matur, þá get ég unnið og dundað heilu dagana án þess að finna til hungurs. Án þess að muna eftir mat. En því miður. Þessar aðstæður koma því miður aðeins örsjaldan fyrir. Án þess að finna til hungurs sagði ég. Ég finn auðvitað aldrei til hungurs. Manneskja sem borðar á tveggja tíma fresti finnur ekki til hungurs. Hún verður ekki einu sinni svöng.Þannig standa málin. Áfram berst ég minni vonlausu baráttu og enginn vill hjálpa mér. Á ég virkilega að fara með þetta vandamál í gröfina. Verður það ekki fyrr en þá sem ég losna við átfíknina. Því þá get ég nefnilega ekki lengur étið. Þá verð ég étin. --- Svo eru skrítlur ein og venjulega..!. Það var barið að dyrum og afi fór fram. Fyrir utan stóð fönguleg kona með tárin í augunum. –Heyrðu- sagði hún skjálfrödduð. –Átt þú hvítan kött með svartan kraga um hálsinn-. -Já- sagði afi. –Ég, hérna, ég var svo óheppin að keyra yfir hann- kjökraði konan. –Hvernig get ég bætt þér skaðann-. –Ja, hmm-, sagði afi. –Ertu góð að veiða mýs-.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband