Allt í lagi.

Jæja., ágætu bloggvinir. Ég er að vona að ég hafi fundið lausn á mánaðar löngum vanda mínum við að senda blogg. Ég hef reynt aftur og aftur en svo dettur allt út í miðju kafi. En svo datt mér í hug að ég gæti skrifað þetta  í word og flutt það í bloggið. Ég prófaði að senda gamla sögu og hún kom. Svo nú er að prófa aftur. Veturinn hefur sýnt klærnar. það var hörkufrost í nótt og það hefur snjóað um allt land. Ég er enn í sama gamla farinu. En nú held ég að ég hafi fundið vönd á mig. Ég hélt að ég ætti nokkrar gamlar frásagnir eða sögur sem birtust í blaði sem kom út fyrir mörgum árumog hét NT. Þetta var eitthvert afbrigði að af Tímanum gamla. Ég hélt að ég ætti þessar sögur bæði í tölvunni og einnig prentaðar. En nú finn ég þær hvergi. En af því ég vil ekki týna þessu, sem væri auðvitað mikill skaði fyri bókmenntaþjóðina )þið takið þetta ekki alvarlega) þá verð ég nú að leita að þessu á Héraðsskjalasafninu, fá það ljósritað og setja það inn í tölvuna. Gangi mér vel. Og ef  mér tekst þetta þá get ég sent ykkur þessar stórskemmtilegu sögur eina og eina.En auðvitað byrja ég  hér og nú á spekinni. Hún er eins og alltaf upp úr gömlu Úrvali. Það er engin framtíð í neinu starfi. Framtíðin er fólgin í manninum sem tekur starfið að sér.Þegar þig langar til að skamma krakkana, skaltu minnast þess hver ól þá upp.Minni er það sem vekur athygli þína á því sem þú hefðir átt að gera í gær.Samviskan er þessi innri rödd sem varar okkur við að einhver kynni að sjá til okkar.Og svo er það grínið. : “Ég veit ekki hvað ég á til bragðs að taka. sagði maðurinn við sálfræðinginn. Konan mín heldur að hún sé píanó”.“Það þarf ekki að vara svo alvarlegt”, svaraði sálfræðingurinn. “Komdu með hana hingað og við skulum kanna málið”. “Hvað”. hrópaði  maðurinn. “Koma með hana? Veistu ekki hvað það kostar að flytja píanó?Hvað er verra en að finna orm í epli sem maður er hálfbúinn að éta?  “Að finna hann aðeins hálfan.”Eins og þið sjáið fór þetta eitthvað úrskeiðis svo línubilin eru of breið og ég er búin að gleyma hvernig á að laga það. Þess vegna  hætti ég núna. Blessi ykkur  allar góðar vættir. Sigrún í villu og svíma

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl!

Hlakka til að lesa sögurnar. Hvenær er von á þeirri fyrstu?

Pottur (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband