12.9.2008 | 21:32
Drífa sig.
Sælt veri blessað fólkið.
Nú er þetta að verða mánuður, síðan ég bloggaði síðast meina ég. Annað hvort er að hætta eða halda áfram. Ekki nema tvær leiðir. Bráðum eru komin jafndægur. En ég sem er ekki lengur hrædd við myrkrið læt mér á sama standa. Ég verð samt að viðurkenna að ég finn fyrir einmanaleika stundum. Það væri vel þegið ef þið vilduð slá á þráðinn stöku sinnum. Eða væri ekk réttara að segja. Slá á tölurnar.
Þekkið þið fólk hér í bænum sem er býr eitt og getur lítið farið út. Ég veit um eina konu. Ég hugsa stundum að það væri nú fallegt að heimsækja þetta fólk endrum og eins. Og svo verður þetta sjaldnast neitt nema hugsunin. Hvort haldið þið að sé verra: Að sjá ekki þessa þörf eða sjá hana og gera ekkert. Ég held að seinni kosturinn sé verri.
Hér koma þessir venjulegu brandarar. Leit Kólumbusar. Ég var nýkominn til Bandaríkjanna og var á ferð um vesturríkin þegar ég sá Indíána í fullum skrúða. Ég stöðvaði bílinn stökk út og byrjaði að taka myndir. þegar ég hafði lokið því spurði Indíáninn hvaðan ég væri. "Frá Indlandi, sagði ég. "Aha", sagði hann. "Það varst þá þú sem Kólumbus var að leita að þegar hann fann mig.
Bragð er að þá barnið finnur: Það var sérstaklega löng messa á sunnudaginn. Flestir kirkjugesta voru farnir að draga ýsur eða þegar sofnaðir eo enn malaði presturinn. Þá gall allt í einu við hvell barnsrödd aftast í Kirkjunni. "Mamma, er ennþá sunnudagur?
Pabbinn. "Taktu skófluna þarna Pétur og hjálpaðu mér að moka þessari mold. Sonurinn. Attlæ mar, gvar á a sedaní samband.
Ég þekki mann sem hætti að borða góðan mat, reykja, fá sér í glas og sofa hjá. Hann var mjög heilbrgður alveg þangað til hann fyrirfór sér.
Og hin ómissandi speki. Þolinmæði er hæfileikinn til að þola fólk, sem maður þolir ekki.
Ríkisstjórn, sem rænir Pétur til að borga Páli getur allaf reitt sig á stuðning Páls.
Til þess að ferð verði góð þarf maður að hafa góðan stað til að fara frá og koma til aftur.
Þetta var nú allt sem ég hafði að segja í dag. Ég vildi þó bæta við að ég er svo glöð að hún litla systir mín er komin heim á landið bláa, að Hafrún segir að sér gangi miklu betur í stærðfræð og náttúrufræði en áður, að Svandís og fjölskylda flytur (sennilega) heim í vetur, að ég er búin að ganga frá jarðarberjabeðunum fyrir veturinn þó það sé illa gert, að ég er búin að tína 50 lítra af berjum og gefa helminginn, en það er mjög mikilvægt því þá þarf ég ekki að gera neitt neitt úr þeim hlutanum.
Blessi ykkur allar góðar vættir og megi englarnir vaka yfir ykkur.
Letidýrið sem læknaðist vonandi.
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.