17.7.2008 | 21:14
Betra seint en aldrei
Jæja elskurnar mínar þarna úti í blámóðu fjarlægðarinnar. Nú er ég alveg að detta út úr þessum bloggskrifum. Það er sumarið ( sem enn er þó ekki komið) sem gerir það að verkum. Síðustu helgi komu þau systkinin V B H H og L saman í Hamragerði. Á laugardaginn var plöntun og ganga upp fyrir á. Síðan heljarinnar grillveisla og svo var sungið og spilað til klukkan tólf. Það skemmdi svolítið fyrir okkur að það rigndi um kvöldið svo við gátum ekki borðað úti. Á sunnudag var fínasta veður. sól og hiti og þá var útiát og lokið við grillmatinn. Þá fór strollan út að vatni að draga netið og veiðin var einn tittur. Það hefur veiðst mjög lítið í sumar. Þetta var allt mjög skemmtilegt.
Svo koma hér nokkrar hallærislega skrítlur.
Hvað mínútan er lengi að líða veltur á því hvoru megin við baðherbergishurðin þú ert.
Ef maður hringir í símsvarann hjá vinkonu minni biður hún fólk að skilja eftir nafn og skilaboð og hvað klukkan var þegar það hringdi. Kvöld eitt er hún kom heim hafði einhver talað inn á símsvarann hjá henni. " Halló, þetta er Danni. Ég hef greinilega fengið skakkt númer." Eftir smáhlé bætti hann við. "Klukkan er 3.3o"
Ég var í bókabúð og beið eftir að skáldkona áritaði síðustu bók sína. Konan fyrir aftan mig í röðinni sagði við mig. "Þetta eru bestu bækur sem ég hef lesið nokkru sinni. Ég gat ekki lagt þær frá mér" Áður en ég gat svarað leit höfundurinn til okkar og sagði. "Æ, mamma, hættu þessu"
Vandamálið við konur er að þær verða hrifnar af engu - og giftast því síðan.
Og spekin ómissandi í lokin.
Það er ekki fjallið sem við sigrumst á heldur við sjálf.
Sá sem alltaf lætur aðra ráða endar með því að eiga engar grundvallarreglur eftir handa sjálfum sér.
Hversu lítið sem þú átt, notaðu minna.
Ef allir erfiðleika væru vitaðir í byrjun ferðalags, myndu fæstir leggja af stað.
Megi þið vera umvafin sól og hlýju, ást og yndi.
Ástarkveðja.
Fallega konan á Fróni.
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl systa mín.
Bara aðeins að gera vart við mig. Voða hefur verið gaman hjá ykkur í sveitinni. Leitt að það skuli veiðast svona lítið. Nú hlýtur sumarið að fara að koma. Það rigndi næstum ekkert hér í vikunni, þrátt fyrir að spáð væri rigningu alla vikuna. Það er spáð hálfskýjuðu þessa viku, fram á sunnudag, en þá á að vera heiðskírt.
Sjáumst eftir mánuð eða svo :-)
Kveðja, litlan þín
Litla (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.