16.6.2008 | 20:50
Hrollur
Já, mírir elskulegu gestir. Það er hrollur í mér.Nú spáir hann köldu eins langt og séð verður. Hitastigi niður í fjögur stig um hádaginn og ef til vill næturfrosti. Ætli þetta sé eitthvað í sambandi við þessa vikulegu heimsóknir ísbjarna til landsins bláa. Það kom einn á land á Skaga í dag. Ekki meira um það. En ég vildi óska henni Svandísi litlu sætu frænku til hamingja með afmælið í gær 15. Og svo ætla ég að senda litlu sætu systur minni ( þetta eru neiri sætindin) óskir um yndislegra daga á Englandi hvað sem þeir verða margir.Þó að ég viti að þið þurfið ekki á á einhverju léttmeti að hald til að létta ykkur lund, þá koma hér samt skrítlur sem ég fann í gömlu tímariti.Ég fór kvöld eitt að borða á fallegum veitingastað sem mikið orð fór af. Vertinn tók sjálfur á móti mér og leoddi mig að völdu borði með fallegu útsýni yfir garð með fossi. Þar hjálpaði hann mér með notalegri kurteisi að koma mér fyrir og sagði svo með aðlaðandi Mið-Evrópuhreim. "Eddie verður þjónninn þinn í kvöld."Svo hélt hann fram í eldhús - og meðan vængjahurðirnar sveifluðust á eftir honum heyrði ég hann hrópa. "Eddie, það er komin kerling handa þér".spurning. Hvað er verra en að finna orm í epli sem maður er hálfbúinn að éta? Svar. Að finna hann aðeins hálfan.Hin ómissandi speki.Hlýindadagar að vetri eru samt kaldir og kuldadagar að sumri eru samt hlýir.Guð vor hefur ekki aðeins skráð loforð um eilíft líf í bækur heldur einnig í hvert einasta laufblað vorsins.Megi allir ykkar dagar verða hlýir og fullir af yhdi.Sigrún
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló Stóra fína mín!
Mér líst ekki á þessa kuldatíð sem ríkir hjá þér. Ég heyrði í morgun að það hefði snjóað/slyddað á Fjarðarheiði og þurft að ryðja. Fáránlegt á þessum árstíma. En það hefur svo sem gerst áður. Skyldu koma fleiri ísbirnir. Vonandi ekki.
Hér í Englandi hefur verið um 20 stiga hiti síðan ég kom, sl. sunnudag. Misjafnlega mikið sólskyn samt. Í dag var tæplega 22 stiga hiti, en alskýjað og rigndi seinni partinn, voða lítið. Dásamlegt. Ekki endilega dásamlegt að það skyldi rigna. En hitastigið er gott.
Vona að þú hafir það gott, þrátt fyrir kuldann.
Heyrumst fljótlega, vonandi. Þín Litla.
Englandsdveljari (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 21:02
Hundrað þúsund þakkir fyrir afmæliskveðjuna elsku sæta frænka mín. Vona að þið séuð ekki frosin þarna í norðrinu. Hér er rjómablíða alla daga, meira að segja þegar það rignir.
Bestu kveðjur,
Svandís í útttlandinu
Svandís (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:29
Ég þakka fyrir yndislegar kveðjur elskurnar mínar. Þær hlýja mér í norðanáttinni. Nú er spáð 7 stiga hita næstu daga. Er ekki bráðum komið nóg.
Lifið heilar og glaðar í sólarylnum í London. Þið eruð samt miklu betri en nokkur sól.
Kuldaskræfan krókloppna.
sigrún (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.