Meiri hörmungar

Halló elskurnar.

Síðast voru það hörmungar í Asíu. Nú eru hörmungar nær okkur. Ekki eins miklar og í Kína og Burma. En kannski þó jafn stórar miðað við fólksfjölda. Mér finnst merkilegast að húsin skulu standa þetta af sér. Eina góða sögu heyrði ég í dag frá Selfossi. Þarna býr vinkona Birgis Vilhjálmssonar sem dó í snjósleðaslysinu í Fjarðarheiðinni í vetur. Hjá þessari konu sem heitir Hafdís hrundi allt niður á gólf nema minningabókin hans Birgis. Hún stóð opin á miðri kommóðunni og hafð ekki haggast. Það var ekkert sem studdi við hana en þungur vasi sem líka var á kommóðunni var mölbrotinn á gólinu.

Hér koma nokkrar gamansögur eða svoleiðis.

Heðurðu tekið eftir því ...

..að ómögulegt er að fá börnin til að sitja kyrr þegar verið er að taka mynd af þeim, en þegar maður notar myndbandstökuvél fær maður þau ekki til að hreyfa sig.

..að við treystum bönkum fyrir peningunum okkar en þeri treysta okkur ekki fyrir pennunum sínum. 

..að maður bakar aldrei þann fjölda af pönnukökum sem maður ætlaði sér.

..Við búun svo sannarlega í tæknivæddum heimi. Litli frændi minn var leika við föður sinn úti um rökkurbil. "Sjáðu pabbi, sólin er að fara af skjánum", sagði hann og benti á sjóndeildarhringinn.

Og spekin. Aðgerðir verða dæmdar af áformunum.

Ástæðan fyrir því að svo margar konur á sextugsaldri þjást af all kyns verkjum er að þær eru á sjötugsaldri.

Miðaldra fólk verður gamalt um svipað leyti og háralitur kvenna breytist úr gráum í svartan.

Jósef var spurður hvers vegna hann væri áskrifandi að tímaritinu Playboy. "Það er af sömu ástæðu og ég er áskrifandi að National Geoprapic- til þess að sjá það sem mér gefst annars ekki færi á að sjá.

Afsakið, ég nenni ekki að skrifa meira og hef þó enga afsökun nema letina.

Ég þakka hugskeytin. Þau halda mér gangandi.

Verið ávalt sólarmegin.

Sigrún

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband