Ég þakka

Það eru hörmungar í Asíu. Tugir  eða hundruðir  þúsunda láta lífið í flóðum og jarðskjálftum. Hörmulegast er kannski að vita af því fólki sem grefst undir húsunum og lifir þar í marga daga og enginn kemur til bjargar. En hér lifum við í öryggi.  Hér er allt í lagi. Ef okkur vantar eitthvað er bara að skreppa í búðina. Ef við erum þyrst er skrúfað frá krana. Ef okkur langar til að heyra í fólkinu okkar tökum við upp símann og hringjum. Hvað getum við annað gert en senda þakklæti út í geyminn. Verið viss, það kemst til skila.  En ég get flett upp í gömlu Úrvali og sent ykkur einhverja heilaleikfimi eða bara skrítlur og speki.

Hér koma nokkrir málshættir.  Margur hyggur ---í annars garði.  Hafa skal ---þó heimskur kenni. Ekki er ráð nema í ---- sé tekið. Ekki er fullreynt í ------ sinn.  Oft má ---- kyrt liggja.

Og brosa svo. Tveir lögreglumenn fundu þrjár handsprengjur og ákváðu að fara með þær á stöðina. "En ef einhver þeirra springur nú á leiðinni"? spurði sá yngri. "Allt í lagi, við segjumst þá bara hafa fundið tvær".

Það er svo merkilegt í okkar samfélagi að fjöldi fólks eyðir peningum sem það hefur ekki aflað til að kaupa hluti sem það þarfnast ekki til að ganga í augun á fólki sem það þolir ekki.

Úr jarðarfararauglýsingu. "Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð að ósk hinnar látnu. (Hún var með ónæmi gegn blómum).

Hún: "Það getur hvaða asni sem er nú til dags orðið vel stæður. Hvers vegna getur þú aldrei grætt neitt.?".  Hann: "Ég er sennilega enginn asni.".

Og smáspeki í lokin. Mjög fátt gerist á réttum tíma og annað gerist alls ekki. Hinn samviskusami sagnfræðingu sér um færa þetta til betri vegar.

Menn verða að geta gert það sem þeir halda að þeir geti ekki gert.

Jæja, látum þetta vera nóg í dag. Ég þakka ykkur fyrir allar góðu hugsanirnar í minn garð. Þær hjálpa  mér í gegnum dagana.

Verið sæl og hamingjusöm.

Sigrún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband