Bjartar nætur

Sæl verið þið öll sem heimsækið mig á bloggið mitt. Það er auðvitað ekkert gaman og ekkert vit í að skrifa ef enginn les. En ég þarf að fá að vita. Þarf að fá litla athugasemd. Það hefur verið kalt í tvo daga. Í gær gránaði í rót. Fyrir nokkrum dögum var hvítagaddur í nokkra daga. En ég segi ekki múkk. Vitið þið af hverju. Af því að loksins er birtan að sigra. Það er ekki lengur aldimmt um vætur.  Og bráðum--nei það er svo stórkostlegt að ég get ekki skrifað það. Ég finn bara til svo mikils léttis. Samt eru hörmungar í heiminum víða. Hundruðir þúsunda hafa farist í Burma og stjórn þeirra neitar að þiggja hjálp aðstoðarmanna erlendis frá. Það eru víða átök og styrjaldir, hungur og drepsóttir.  Neró spilaði á fiðlu meðan Róm brann.  Ég kann ekki að spila á fiðlu. Þess í stað ætla ég að skrifa hér nokkra brandara svo við getum þó hlegið meðan heimurinn ferst - eða svoleiðis. Þessir brandara eru teknir úr gömlu Úrvali. Það var mánaðarrit sem kom út fyrir alllöngu. Og hér koma þeir.

Lífið væri gott ef fólk sem á peninga notaði þá eins og fólk sem ekki á peninga myndi nota peninga ef það ætti peninga.

Því eldri sem þú verður því betri varstu.

Við tölum um að drepa tímann. Það er tíminn sem drepur okkur.

Sérfræðingur dagsins í dag er sá sem fræðir okkur um það sem sérfræðingarnir gerðu rangt í gær.

Lélegur fararstjóri. "Nú förum við framhjá stærsta brugghúsi landsins.  Ferðamaður. Hvers vegna?.

Auðvitað eru kostir við að fljúga. En hver hefur þurft að sitja heilan kukkutíma í rútu sem er ekið hring eftir hring í kringum umferðamiððstöðina.

Ætli þið þolið ekki eins og eina vísnagátu

Hurðum þungum heldur hann

Hraustir fingur iðka hann.

Lystargóður gleypir hann

Göngumóður forðast hann.

Og að endingu fjórir málshættir.

Ekki er ráð nema í ----sé tekið

Hafa skal ---þótt heimskur kenni.

Ekki er fullreynt í -----sinn.

Oft má ----kyrrt liggja.

Þið ráðið nú auðvitað við þessa.

Ég fel ykkur mætti ljóssins og bómanna.

Sigrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigrún mín! Ég skoða bloggið þitt mjög reglulega og finnst það mjög skemmtilegt.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Hafa skal ráð þótt heimskur kenni.
Ekki er fullreynt í fyrsta sinn??
Oft má satt kyrrt liggja.

Því miður hef ég ekki svar við gátunni. Þær eru ekki mín sterka hlið.

Kv. Heiða

Droplaug Heiða Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Sigrún Björgvinsdóttir

Þakka kærlega Heiða mín. Þetta var auðvitað allt rétt. Ég sá á netinu áðan að það er spáð 26 stiga hita í London á morgun. þvílíkur munur. Hvernig gengur lífið hjá þér. Og hvernig gengur með RITGERÐINA.

Mínar bestu óskir með allt.

Sigrún gamla frænka

Sigrún Björgvinsdóttir, 10.5.2008 kl. 17:26

3 identicon

Sæl og blessuð Heiða mín.. Nú varð mér á í messunni að taka svona feil á ykkur systrunum. Það gerist svo oft að ég fer langt fram úr mér eða mér finnst bara rétt það sem mér dettur í hug. En þetta er auðvitað mjög fíflalegt. Ég vona bara að þér gangi vel í lokaprófunum.

Þú ert kannski líka að skrifa ritgerð eins og Svandís.

Blessuð.

Ruglukollan

sigrún (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 22:46

4 identicon

Þetta er nú allt í lagi Sigrún mín. Þetta er ekki í fyrsta og örugglega ekki síðasta sinn sem okkur er ruglað saman :)

Mér gengur vel í skólanum, nú eru bara nokkrir dagar eftir, síðasta ritgerðin og fyrirlesturinn verður næsta föstudag (16. maí) og þá er minni skólagöngu lokið þó útskriftin verði ekki fyrr en 14. júní.

Bið að heilsa Egilsstöðum.

Kv. Heiða

D. Heiða Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband