30.4.2008 | 22:00
Nú er það svart
Halló elskurnar mínar. Það er 30. apríl og úti er allt á kafi í snjó. Það kyngdi niður bleytusnjó í nótt og í morgun. Snjórinn var 40 sm í garðinum hjá mér. Fallega blágrenitréð mitt hérna fyrir utan eldhúsgluggann, sem er ábyggilega 7 metra hátt, var heldur illa statt í morgun. Bleytusnjórinn hafði sest á greinarnar og sveigt þær niður svo það var eins og mjó súla. Um sexleytið var hann (snjórinn) siginn niður svo nú stendur það hreykið með greinarnar sínar sveigðar upp á við eins og ekkert hafi í skorist. Það er heldur hlýnandi spá framundan. Heilar sex gráður um næstu helgi. Best að fara að taka fram stuttbuxurnar. Við förum bara beint í grínið.
Kynferði tölvunnar.
Hvort er tölvan karlkyns eða kvenkyns?. Hún er karlkyns af því að: til að virkja hana þarf að kveikja á henni. Hún er full af upplýsingum en hefur ekkert hugmyndaflug. Hún á að vera til að auðvelda lífið en er lang oftast til vandræða. Um leið og maður hefur fengið sér tölvu kemur í ljós að ef maður hefði beðið aðeins lengur hefði verið hægt að fá miklu betri grip.
Hún er kvenkyns af því að: Enginn nema skapari hennar skilur rökvísi hennar. Tjáningarformið sem hún og hennar líkar nota innbyrðis er öðrum óskiljanlegt. Hún geymir í minni sér sérhvern galla þess sem hún á sanskipti við og dregur hann fram í dagsljósið þegar verst gegnir. Um leið og maður hefur náð í þannig grip kemur í ljós að helmigurinn af tekjum manns fer í að kaupa búnað á hana.
Hér eru nokkrir málshættir sem vantar eitt orð í. Vinsamlega fyllið í eyðurnar. Illur fengur illa ------.Það finnst í -----sem falið er í snjónum. Bragð er að þá barnið ------. Ekki er -----fjandinn iðjulaus. Oft mælir sá fagurt er ---- hyggur. Flas er ----næst. -----á meðan ekki sekkur.
Og má ekki gleyma spekinni. Það besta sem ég veit er að fá mér bók í hönd, leggjast upp í legubekk og fá mér ærlegan lúr. (Storm.P).. Enginn mikill listamaður sér hlutina eins og þeir eru. Annars væri hann ekki mikill listamaður. (Oscar Wilde).. Sagnfræðingur er fyrst og framst maður sem ekki var sjálfur til staðar. (F. Brandt).. Sígild bók er bók sem allir vildu lesið hafa en en enginn vill lesa. (Mark Twain).
Og í lokin er hér heilaleikfimi fyrir gáfað fólk. Ein vísnagáta þar sem lausnin er eitt orð með sérstaka merkingu fyrir hverja línu (vísuorð).
Líst mér best ég lúri um stund.
Laglegt þykir nafnið varla
Ekki bratti, ekki grund.
Undirballans má það kalla.
Allar góðar vættir vaki yfir ykkur í bráð og lengd.
Sigrún
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ!!!
Iss, thetta er enginn vandi. Thad er "halli". Ég sá thetta strax liggaliggalá
Ég er ekki eins vitur med hitt ætla samt ad reyna.
Illur fengur illa gengur Thad finnst í vor sem falid er í snjónum Bragd er ad thá barnid finnur Ekki er mannfjandinn idjulaus Oft mælir sá fagurt er sárast/annar hyggur Flas er falli næst Flýtur á medan ekki sekkur
Bless systa mín
Kvedja, hælisbúinn
Annapannaáhælinu (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 20:28
Halló elsku hælisbúi. Frábært að geta haft samband á þennan hátt. Það kom mér ekki á óvart að þú værir fljótur að ráða vísnagátuna. En annað var með málshættina. Þar fór í verra. Fimm fyrstu voru ekki réttir. Eða eins og sagt er á góðri íslensku, alveg bandvitlausir. Ég ætla ekk að skrifa þá rétt. Lofa öllum hinum að spreyta sig.
Gamla
sigrún (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 13:09
Halló amma mín! Ég lofa að gista hjá þér fljótlega...þetta gengur ekki lengur Haltu áfram að skrifa....
Kveðja: Sólin þín
Sigrún Björgvinsdóttir, 10.5.2008 kl. 01:02
Úbbs..ég skrifaði óvart undir þínu nafni amma mín! En þetta er ég..Haffa!!!
Kveðja: Sólin þín
Hafrún Sól... (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.