Rugluð í tímanum

Heil og sæl öll þið sem þetta lesið og megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur.

Í þetta skipti ætla ég að gera eins og flestir aðrir bloggrar. Ég ætla að skrifa svolitið um sjálfa mig, en svoleiðis skif hafa farið mjög í minar fínu taugar hingað til. Ég er að gefast upp á veðurfarinu.  Það er auðvitað ekkert nýtt. þannig er það á hverju vori. Fyrst er að bíða eftir birtunni og þegar komið er fram í aríl tekur við biðin eftir hlýjunni. Í þetta sinn hef ég þó góða skýringu á óþolinmæði minni. Páskarnir voru svo snemma og okkur finnst að vorið komi á eftir páskum. En þetta styttist óðum.

Vel á minnst páskar. Á pálma fermdist yndislegur sonarsonur minn. Hann fékk þessa vísu frá ömmu í kortið sitt.

Það vöktu dísir við vöggu þína

og völdu þér fegurstu óskina sína.

Svo gakk þú nú hiklaust, góður drengur

því glæsileg framtíð mun við þér skína.

Þá er komið að gríninu og spekinni. Byrjum á því fyrrnefnda.

Guð læknar og læknirinn tekur við gjaldinu.  (Benjam. Frankl)

Viska er hæfileiki, sem hindrar þig í að komast í þá aðstöðu að þú þarfnist hennar.

Ég er ekki bjartsýnismaður því ég er ekki viss um að allt fari vel. Ég er ekki heldur svartsýnismaður því ég er ekki viss um að allt endi illa. Ég el bara von í hjarta mér. Von er sú tilfinning að lífið og vinnan hafi einhvern tilgang. Annaðhvort hefur maður hana eða ekki, algjörlega óháð ríkinu eða heiminum í kring. Líf án nokkurrar vonar er tómt og gangslaust líf. Ég get ekki ímyndað mér að ég myndi berjast fyrir einhverju ef ég eygði enga von. Ég þakka guði fyrir þessa náðargjöf. Hún er eins stór og lifið sjálft. (václav Havel)

Og brosa svo: Eitt sinn var ég stödd í rándýrri leðurverslun og dáðist að fallegu veski. Afgreiðslumaðurinn kom til mín og spurði hvort mig vantaði aðstoð. "Ég er bara að skoða. Ég kem aftur þegar ég er orðin milljónamæringur", svaraði ég. "Allt í lagi, við höfum opið til sex", svaraði hann.

Baðkerið var fundið upp árið 1850. Fyrsta símtalið var árið 1875. Í 25 ár gat maður sungið í baði án þess nokkurntíma að þurfa að óttast að síminn hringdi á meðan.

"Segðu mér nú alveg hreinskilningslega, læknir, er ég alvarlega veikur ?".  "Ja, alvarlega og alvarlega. Við skulum orða það svona. Ef ég kem þér aftur á fætur verð ég heimsfrægur".

Verið glöð og sæl.

Sigrún

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband