Gamall leikur

Gamall leikur

Sæl og blessuð öll sömul. Nú hefur bara einn skrifað athugasemd svo nú fer ég að hætta þessari vitleysu. Í þetta skipti er ég með alveg nýtt efni en þó svo hundgamalt að ég notaði það þegar ég var kornung og þá var það meira segja gamalt. Og hér kemur það.
Þegar veðrið er leiðinlegt eða við erum lasin er gott að kunna hugleiki. Það eru leikir sem hægt er að fara í án þess að hafa nokkurt dót og það er hægt að leika þá í rúminu (ef maður er lasinn) eða standandi á höfði (ef maður getur staðið á haus). eða bara sitjandi á stól  (ef maður á stól). Í þessum leik ruslast ekki út svo ekki þarf að taka til  á eftir. Það er líka hægt að fara í hann í löngum bílferðum þegar maður orðinn leiður á að telja rauðu og bláu bílana (ef maður kanna þá telja) sem koma á móti. Ég er að tala um leikinn
Að gefa í horn.
Þátttakendur geta verið tveir til fjórir. Ef tveir leika hugsar annar sér að einhver ákveðin kona eða stelpa sé í hverju horni herbergisins -eða bílsins ef maður er í bíl. Hinn hugsar sér ákveðinn karlmann eða strák í hornin. Þegar það er búið segir  annar hvaða stelpa sé í þessu horni sem hann bendir á. Hinn segir þá hvaða karl hann hafi sett þar. Ef fjórir eu í leiknum er líka hægt að setja bíl og hús í hornin.  Leikurinn gæti t.d. farið svona. 
Í þessu horni er Heiður. Hver er með henni?. Laddi. Hvar búa þau? Í þjóðleikhúsinu. Hvernig bíl eiga þau? Traktor. Í þessu horni er Lína Langsokkur. Hver er með henni?.  Bragi Björgvins:  Hvar búa þau?. Í fjósinu. Hvernig bíl eiga þau?. Strætó. 
Góða skemmtun:
Og brosa svo:Sefur þú betur en áður? Fórstu að mínum ráðum og taldir?.-  Já ég komst upp í 58.347.  Sofnaðir þú þá?. Nei, þá var kominn tími til að fara á fætur.  - Ferðamaðurinn spurði lögreglumanninn. Er þetta önnur gata til vinstri?.  -  Læknirinn: Þessi lyfseðill fyrir svefntöflum gildir í sex mánuði.  Sjúklingurinn:  Ég ætlaði nú ekki að sofa svo lengi. -  Kibba Veistu hvaða munur er á hesti og póstkassa?.  Kobbi. Nei. Kidda. Þá getur þú ekki orðið bréfberi.
Megi allar góða vættir annast ykkur alla daga.
Ástarkveðjur
Gamla letiblóðið.
Þið megið gjarnan skrifa athugasemd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband