Er huldufólk til?

 

Sagan gerist í Skagafirði um 1914 minnir mig. Litli drengurinn sem fékk gjöfina frá  huldumanninum dó fyrir örfáum árum rúmlega níræður. Og þá kemur sagan.

Unglinsstúlka að nafni Snjólaug var vinnukona á bæ í Vesturdal. Einu sinni um vetur fékk hún leyfi til að heimasækja vinkonu sína sem átti heima ekki langt frá, á bæ sem heitir Ánastaðir og var yfir lágan háls að fara. þetta var um vetur og sæmilegt veður en þó snjómugga. Þegar hún kemur á hálsinn þar sem eru klettar stansar hún og hallar sér upp að stökum kletti. Þá veit hún ekki fyrr til að hjá henni stendur ljósgrár hestur, geysilega fallegur og glæsilegur. Hún verður mjög hissa og gengur í kringum hestinn til að skoða hann. Þá er þar allt  í einu þar kominn höfðinglegur maður, vel búinn og ávarpar stúlkuna fremur hryssingslega. Spyr  hvort hún hafi snert hestinn. Hún kvað nei við og var nú orðin smeyk. "Það er gott ", sagði maðurinn, "Því annars hefði ég tapað honum". Svo fer hann inn á sig tekur upp lítinn kross úr snúnum silfurvír. Var krossinn bundinn  svo hann myndaði þrjár lykkjur. "Farðu með þennan kross og færðu litla drengnum á Ánastöðum. Láttu hann þó ekki hafa hann núna en innan átta daga verður krossinn að vera kominn til hans." Stúlkan tekur við krossinum, en maðurinn  fer á bak og þeysir í brott. Stúlkan veitir því þá athygli að engin spor eru eftir hestinn né heldur manninn. Verður hún þá mjög hrædd og tekur til fótanna sem leið lá í Ánastaði. Þar var vinkona hennar sem hét Monika og varð síðan fræg fyrir búskap sinn á Merkigili. Hún er þar allan daginn og fær vinkonu sína til að fylgja sér heim síðdegis og fara þær ekki hálsinn heldur út fyrir hann. Viku síðar biður hún um leyfi til að fara aftur í Ánastaði, en það var ekki auðfengið. Varð hún loks að segja upp alla sögu og sver og sárt við leggur að hún sé sönn og þori hún ekki annað en gera það sem maðurinn ókunni skipaði. Loks fékk hún leyfið, fer aftur í Ánastaði, hitti foreldra drengsin í einrúmi, og sagði þeim upp alla sögu. Þau rengdu hana um söguna en loks fengust þau til að taka við krossinum.  Drengurinn litli var skírður Guðmundur og var síðar kallaður huldudrengurinn. Honum var ekkert um þá nafngift gefið né heldur krossinn. Þessi kross er nú geymdur í Goðdalakirkju og í bókinni er viðtal við dóttur Guðmundar sem er líklega um sextugt. Hún segir m.a. frá því að margir hafi reynt að leysa hnútinn á silfurvírnum en enginn getað. Sagan búin.

Svo ef þið eigið leið um Skagafjörð þá væri ekki úr vegi að fara inn í Goðdali og sjá huldukrossinn. Þetta var sem sé  sagan um krossin sem allir trúa að sé frá huldufólki kominn. Mér finnst hún merkileg. Hvað finnst ykkur?.

Verið öll góðum vættum falin, bæði úr mannheimum og hulduheimum og öllum heimum.

Hamros, sigrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband