14.12.2007 | 21:05
Um jólasveina. leiðrétting
Afsakið mínir elskanlegu. Þetta kom allt á afturfótunum. Það sem ég var að segja er að ég hef aldrei þolað þessa jólasveina, ég meina þessi forljótu skrímsli sem koma af fjöllum í bókstaflegri merkingu. Mér hefur alltaf þótt ljótt að skrökva þessum tilbúningi að saklausum börnum. Út yfir tekur þó þegar fullorðið fólk t.d. fréttamenn í sjónvarpi, stendur (eða situr) fyrir framan alþjóð og tilkynnir með upphöfnum alvörusvip (eins og Árni forðum) að í kvöld komi kertasníkir eða hvaða svo sem eintak af þessum fjallafígúrum ku vera á ferðinni. Æ getið þið ekki hætt þessu. Þetta á varla nokkuð skylt við jólahald í kristnum sið. Getum við ekki komið þessum fornu þjóðarlygum yfir á t.d. Ásatrúarmenn. Þeir yrðu ekki engi að kveða þær niður fyrir fullt og allt.
Endurskrifað vegna mistaka í fingrasetningu.
Hamros
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.