Fjarstýringin úr borginni.

 Nei, nú er ég búin að fá nóg. Ég þoli ekki meira. Fyrir tveim árum þurfti ég að að fá samband við lögregluna í minni heimabyggð. en þá var svarað í Reykjavík. Ég sagði auðvitað að ég hefði ætlað að tala við lögregluna á Egilaastöðum.  þetta er orðið samræmt símakerfi fyrir allt lamdið, var svarað. Samræmt hvað? Ég vil fá samband við lögregluna hér á staðnum, sagði ég. Við leysum úr hverju sem er fyrir þig, var svarið. Ég varð að kyngja þessu. . Ég er löngu hætt að hringja í Flugfélag Íslands ef ég er stödd í höfuðborginni og þarf að spyrja um flug austur. Hringdu í 1 ef... hringdu í 2 ef...Og ég hringi í 1 og ég hringi í 2 og gefst svo upp á þessari endalausu runu, ég hringi á flugvöllinn á Egilsstöðum og fæ þar skilmerkileg svör án allra vífilengja. Ég þurfti að hringja á í BT og Office 1 hér á staðnum, en fékk í staðinn samband við þjónustufulltrúa í Reykjavík. Ég veit að það sama gildir um pósthúsið "mitt". Þessi fyrirtæki eru ekki með símanúmer í skrá fyrir Egilsstaði. Ég þoooli þetta ekki. Ætli Reykvíkingar vildu þurfa að hringja í gegnum Akureyri eða Hólmavík með tilheyrandi biðtíma. . Bónus er reyndar með símanúmer á Egilsstöðum. Húrra fyrir Jóhannesi.

Annað langar mig til að nefna. Ég hef aldrei verið hrifin af jólasveinum, þið vitði þessum sem koma af fjöllum í bókstaflegri merkingu. Mér hefur alltaf þótt ljótt að vera að skrökva þessu að salausum börnum. Út fir tekur þó þegar fullorðið fólk horfir framan í alþjóð með upphöfnum alvörusvip (eins og áÁrni forðum daga) og tikynnir að kertasníkir (eða hvaða eintak af þessari upplognu fjallafígúrum sé væntanlegur í kvöld. Æ, getum við ekki tekið þetta út af borðinu. Þetta á varla nokkuð skylt við jólahald. Ættum við ekki að eftirláta ásatrúarmönnum þetta leiðinlega þjóðtrúardót.

Sigrún Hamros


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er alveg sammála þér. Bý á Skaganum og sá út um gluggann hjá mér í einu fárviðrinu að girðing var að fara að fjúka af stað og sá fram á miklar skemmdir á bílum þar við hliðina. Ég hringdi í gamla númer löggunnar á Skaganum en fékk samband við Neyðarlínu. Viðkomandi þekkti auðvitað ekki til staðhátta hér en ég hefði getað útskýrt fyrir löggunni á Skaganum í stuttu máli staðsetninguna með því að tala um "nýju" blokkina og "gömlu" blokkina, elstu blokkirnar á Skaganum. Löggan var nokkra stund að finna þessa girðingu, sá ég út um gluggann. Reyndar átti ég erindi við Íbúðalánasjóð í fyrra og kona á Sauðárkróki svaraði í símann. Hún vissi ekki hvort viðkomandi væri inni á skrifstofu sinni í Borgartúni í Reykjavík, enda ekki með ofurhetjusjón. Ef fólk í Íbúðalánasjóði gleymir að skrá sig inn þá er það hreinlega ekki við, þótt það sé það! Fjarstýringin algjör.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.12.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband