9.12.2007 | 21:04
Húrra fyrir Þráni
Þess dimmustu daga er ýmislegt hægt að gera til að gleyma kuldanum sem virðist vera sjálfkjörinn fylgifiskur. Eins og það væri ekki nóg að glíma við eitt í einu. En um daginn kom fríður flokkur rithöfunda til að stytta stundina. Og hvort þau gerðu. Byrjuðu með upplestur á Skríðuklaustri, sem einu sinni hét Skriða en heimamenn kalla nú Klaustur. Jæja, einn af þessum ritglöðu spekingum var Þráinn Bertelsson. Hann byrjaði sína töla á undrast það óvnjulega fyrirbæri (að hans sögn) að´þarna væri komið fólk til að hlusta á upplestur úr nýjum bókum og BORGAÐI fyrir stundina. En svo þurfti Þráinn líka að biðja okkur afsökunar. Hann væri með svo ljóta bók að það væri eiginlega ekki hægt að lesa upp úr henni fyrir siðað fólk. Og satt var það Þráinn. Ljótar voru þær lýsingar um sorannn í mannlífinu. Það er kannski ekki tilviljun að í gær var í sama blaðiinu frétt um að ef til vill yrði þessi saga kvikmynduð og í annan stað sagði frá því að mörg hundruð manna væri haldið í skelfingarfjötrum, jafnvel heima hjá sér vegna hótana mannhunda svipaða þeim sem Þráinn segir frá í téðri bók. Ég veit ekki hvort aftökur líkar þeim sem Þráinn lýsir eiga sér stað eður ei. Ég veit að hann hefur frjótt ímyndunarafl. En einmitt fyrir þá staðtreynd vildi ég biðja hann að nota það til að aðstoða þessa vesælu þjóð til að losa sig við skepnur þær sem lifna við á bókarsíðum Engla dauðans.
Hamros (sigrún)
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að lesa þessa bók.
Þorsteinn Sverrisson, 9.12.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.