20.11.2007 | 23:43
Aftur á bak og út á hlið
Nú þykir mér týra. Steinunn Valdís vill fá annað starfsheiti fyrir konur sem gegna ráðherrastöðu.Mér finnst þetta nokkuð langsótt. Einu sinni voru konur kennslukonur, hjúkrunarkonur og skólastýrur. Síðan var þessu breytt sem betur fer og konur gátu verið kennarar, skólastjórar o.s.frv. Mér finnst ráðherra vera hreint starfsheiti en ekki endlega vísa til kyns þess sem gegnir því virðulega embætti. Og þó svo væri sé ég ekkert því til fyrirstöðu að konur séu ráðherrar rétt eins og þingmenn. Hafa konur ekki alltaf verið bílstjórar. Þegar Vigdís varð forseti var hún spurð hvernig ætti að ávarpa hana og þá hafði hún ekki svar á reiðum höndum. En það leystist fljótlega. Hún var auðvitað ávörpuð Frú forseti. Á kannski að segja forsæta um konu í stöðu forseta og ráðfrú fyrir ráðherra. Það yrði skelfilega hallærislegt. Svo ekki reyna að fara aftur á bak í tímanum. Leyfum konum að nota þssi fallegu orð forseti og ráðherra hér eftir sem hingað til. Ég held að þingmaðurinn Steinunn Valdís hljóti að hafa eitthvað þarfara að gera á Alþingi en að hræri í þessu.
sigrún
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.