21.10.2007 | 21:42
Tvennt ólíkt
Nú liggur mér tvennt á hjarta. Auðvitað skiptir engu máli hvað ég skrifa hér. Það les enginn. Enginn hefur skrifað til baka. Líklega er þetta sem ég skrifa svo utanbæjarlegt eða þetta er hvergi aðgengilegt. En til hvers er svo sem að skrifa um merkileg mál ef enginn les. Jæja, fyrst langar mig til að þakka Þráni Bertelssyni fyrir dagbókarskrifin í Fréttablaðinu. Þar eru alltaf athyglisverðr puktar enda þótt hann detti í sömu gryfju og Þorbergur og Flosi, nefnilega að skrifa mest um sjálfan sig. Ég vissi strax og ég kynntist Þráni að þar fór hugsuður og það einn af skemmtilegra taginu. Hvar ég kynntist Þráni.? Jú, við kenndum saman á Eiðum. Þá var Þráinn nýskriðinn úr menntaskóla. Þetta var nefnilega fyrir ævalöngu. Lítið bara á mynd af Þráni. Þá strax var hann orðheppinn orðhákur, skemmtilega kaldhæðinn. Hann sagði nemendum sínum að þeir væru eins og vanskapaðir apar ef þeir létu illa og einu sinni þegar hann átti borðgæslu sagði hann. Best að koma sér í borðstofu áður en villidýrin rífa hvert annað í sig. Ég hef alltaf öfundað Þráinn svolítið. Hitt málið sem mér liggur á hjarta er glæpavæðingin. Ekki þessi sem á sér athvarf á götum borgarinnar og krám eða í heimahúsum. Heldur þessi sem tröllríður bókmenntaheiminum og sér í lagi kvikmyndagerð. Ég er nýbúin að sjá -Mýrina- . Það er einn allsherjar hryllingur. Uppfull af ógeði. Hitt er verra að flestir ljúka upp einum munni að þetta sé hin besta skemmtan. Afsakið, ég skil ekki að það sé gaman að horfa á lík misjafnlega gömul, rotnuð og úldin. Er heilbrigð hugsun eitthvað á undanhaldi.Sigrún, hamros
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei amma...hættu þessu nú =) Mýrin er ææðislega góð mynd !!! Ingvar E. Sigurðsson er æðislegur leikari!!
Kveðja: Hafrún Sól =)
Sigrún Björgvinsdóttir, 22.10.2007 kl. 21:25
Athyglisverð þessi vefsíða þín -- og innlegg þitt hjá Hirti J.
Við þurfum hreinskilið fólk, sem er ekki steypt í mót pólitískrar tízkuhugsunar.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 4.11.2007 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.