Enn tómlegt á jólaborðum landsmanna.

Þetta er ljótt að heyra. Reyndar hafði ég ekki heyrt að það hafi verið svo undanfarin ár eins og þessi fyrirsögn úr Blaðinu frá 13. sept. gefur til kynna. Og hver ar ástæðan. Jú, það verður ekki leyft að veiða nema 38.ooo rjúpur í ár.  Hvað  er nú orðið af svínahamborgarhryggnum, hangikjötinu, gæsinni og öllu þessu dýrindis kjöti sem landinn hefur sporðrennt á jólum. Þeir hafa reynt að bjarga þessu með  dúfum og öðrum fuglum, jafnvel skoskum rjúpum, sem eru aðvitað ekki nándar nærri nógu göfugur matur til að neyta á þessari miklu hátíð kristinna manna. Einhver auglýsti líka kengúrukjöt. Það er nú einfaldlega að bíta höfuðið af skömminni. Kengúrur lifa í Ástralíu og ég skal trúa ykkur fyrir því að þær eru yndislegustu dýr sem ég hef augum litið, næstum eins yndislegar og rjúpan. En hversvegna þurfum við annars að borða kjöt á jólunum. Eru þau bara kjöthátíð. Er þarna ekki verk að vinna fyrir kirkjuna. Hún hlýtur að hafa brugðist okkur ef við vitum ekki betur. Ef við vitum ekk hvers vegna við höldum jól. Er þetta ekki verðugra verkefni fyrir þessa hálfdauðu stofnun en að vera að væflast í kringum sára saklausa auglýsingu um nýjan síma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband