sólskin til vetrarins

Alltaf hef ég kviðið fyrir vetrinum. Hugsað með hryllingi til myrkurs og kulda. Jafnvel strax eftir sólstöður læðist kvíðinn að mér. Um mánaðarmótin júlí ágúst er líðanin orðin virkilega slæm. En nú hef ég fundið ráð til að losna úr prísundinni. Hugmyndin hefur líklega kviknað vagna óvenjulegs veðurfars í ár. Apríl var sólríkur og hlýr. Í fyrstu viku maí var allt orðið grænt nema birkið sem ekki lætur afbrigðilegt veður plata sig. Það var fremur kalt í maí en af því að allt var svo grænt og bjart þá var hann samt yndislegur. Svo kom júní og var einn sólskinsdagur. Þá fór ég að hugsa. Er ekki hægt að geyma þetta sólskin til vetrarins. Þarf það nokkuð að hverfa í djúp minninganna. Og þá kom hugmyndin um ámurnar. Tvær stórar ámur, geymdar í hugskotinu , sem ég fyllti smám saman af sólskini. Ég sá bókstaflega hvernig hækkaði í þeim dag frá degi. Og í haust og vetur þegar myrkrið hellist yfir þá eys ég úr þessum ámum. Eys yfir mig sólskini og hlýju og dimman skal hörfa. Ég finn það og veit. Önnur áman er að vísu ekki alveg full en það eru oft hlýir sólskinsdagar í ágúst og fram íseptember. Ég á eftir að bæta á svo út af rennur. Sólskinið mitt verður að endast fram í lok febrúar því eftir það fara dagarnir að lengjast óðfluga og það er svo miklu auðveldara að ganga móti birtunni í mars en á móti myrkrinu í október. Ég er hólpin. Hvers vegna var ég ekki búin að finna þetta upp fyrr.

MEÐ SÓLSKINSKVEÐJU

Silla hamros


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigrún Björgvinsdóttir

Höfundur

Sigrún Björgvinsdóttir
Sigrún Björgvinsdóttir
Bý á Egilsstöðum. Gamall kennari en nú skógarbóndi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband