26.6.2007 | 23:02
Ný mál
Jæja. Þá er best að afskrifa kirkjuna, fyrst hún ansar ekki mínu sára ákalli. Allt í lagi. Ég kemst vel af án hennar. Nú kem ég að einhverju af mínum fjölmörgu áhugamálum. Hvernig væri að tala um hraðaksturinn. Það var verið að ganga gegn hraðakstri. Má vera að ráðamenn hrökkvi við. Drulluhalarnir sem hugsunarlaust leggja líf samborgara sinna í hættu þeir hrökkva varla í kút. Þeim virðist vera skítsama um þig og mig. Þeir halda áfram í bílaleik bernskunnar. Og nú hafa þeir alvöru bíla í höndunum. Á ég að segja ykkur hvað á að gera við þá. Í fyrsta lagi á að taka af þeim bílana. Ekki í mánuð. Ekki í ár. Heldur fyrir lífstíð. Og meira en það. Þeir ógna fólki. Ef þeir væru með byssu og leggðu það í vana sinn að skjóta út í loftið án þess að miða í nokkurn sérstakan. Bara af því að það er svo gaman að skjóta. Þá væru þeir með réttu álitnir hættulegir umhverfinu. Þeir væru ákærðir, dæmdir og stungið í steininn þar sem þeir ættu heima. Þetta háttalag með byssuna er alveg sambærilegt við ökuníðingana. Það þarf að taka þá úr umferð þangað til þeir læra að aka eins og ábyrgir menn. Ákveðnir margir mánuðir innan múranna fyrir hverja segjum tíu km yfir hámarkshraða plús missir ökutækis og plús sektargreiðslur. Og ekkert múður. Þá fyrst gætum við ekið þessa vegi okkar án þess að hafa á tilfinningunni að við værum að leggja okkur í lífshættu. Eruð þið ekki sammála.
sigrún
Um bloggið
Sigrún Björgvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.